Ísland tekur „risastórt skref aftur á bak“

Ísland hefur ratað í heimsfréttirnar að nýju í kjölfar þess …
Ísland hefur ratað í heimsfréttirnar að nýju í kjölfar þess að matvælaráðherra tilkynnti að tímabundið hvalveiðibann yrði ekki framlengt. Skjáskot frá The Guardian. Samsett mynd

Aflétt­ing á tíma­bundnu banni við hval­veiðum á Íslandi er „risa­stórt skref aft­ur á bak“.

Þetta seg­ir í fyr­ir­sögn breska fjöl­miðils­ins Gura­di­an sem fjall­ar um ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um að fram­lengja ekki veiðibann á langreyðum sem rann út á miðnætti. 

Fjöldi er­lendra miðla hef­ur greint frá ákvörðun mat­vælaráðherra, þar á meðal ABC, AFP, BBC, Bloom­berg, Daga­visen, France24 og Reu­ters.

Guar­di­an ræddi við dýra­vernd­arsinn­ann Luke McMill­an en það er hann sem seg­ir að ákvörðun Svandís­ar sé „gríðarlega svekkj­andi og risa­stórt skref aft­ur á bak“ og bæt­ir við að ný reglu­gerð sé „til­gangs­laus og eigi ekki við“. Sá vill meina að það sé eng­in mannúðleg leið til þess að drepa hvali á sjó og tel­ur hann víst að skepn­urn­ar muni kvelj­ast.

Fjöldi miðla hefur greint frá því að hvalveiðar hér á …
Fjöldi miðla hef­ur greint frá því að hval­veiðar hér á landi fái að halda áfram, meðal ann­ars breska rík­is­sjón­varpið. Skjá­skot/​BBC

„Ísland fékk tæki­færi til að gera það sem rétt er“

Franska frétta­veit­an AFP seg­ir einnig frá ákvörðun Svandís­ar og tek­ur viðtal við Ruud Tom­brock, for­stjóra góðgerðasam­tak­anna Huma­ne Society í Evr­ópu.

„Það er óút­skýr­an­legt að [Svandís] Svavars­dótt­ir ráðherra vísi á bug ótví­ræðum vís­inda­leg­um sönn­un­um sem hún sjálf lét taka sam­an, sem sýna fram á hrotta­skap­inn og grimmd­ina sem fel­ast í hval­veiðunum,“ seg­ir Tom­brock við AFP en rétt eins og McMill­an tel­ur hann að hval­veiðar geti aldrei verið mannúðleg­ar.

„Ísland fékk tæki­færi til að gera það sem rétt er og kaus að gera það ekki,“ bæt­ir hann við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina