Umfangsmiklar æfingar hjá Freyju

Æfingar við færeyska varðskipið Brimil.
Æfingar við færeyska varðskipið Brimil. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Áhöfn­in á varðskip­inu Freyju æfði leit­ar- og björg­un­araðgerðir með áhöfn danska varðskips­ins Hvidbjorn­en og fær­eyska varðskips­ins Brim­il, suðvest­ur af Fær­eyj­um í vik­unni.

Samæf­ing sem þessi er reglu­lega hald­in og er sér­lega mik­il­væg til að sam­hæfa viðbrögð danska sjó­hers­ins, fær­eysku strand­gæsl­unn­ar og Land­helg­is­gæsl­unn­ar, seg­ir í skrif­legu svari Ásgeirs Er­lends­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar, til mbl.is.

Fyrsta æf­ing­in hófst á reykköf­un­aræf­ing­um um borð í fær­eyska varðskip­inu. Æfing­in gekk út á það að finna þrjá menn sem voru týnd­ir. Tvö teymi reykkafara voru send frá Freyju um borð í Brim­il og vel gekk að leysa þau verk­efni sem lögð voru fyr­ir áhöfn­ina.

Áhöfn Freyju skoðar sig um.
Áhöfn Freyju skoðar sig um. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son

Fjór­ir „skip­verj­ar“ í sjó­inn

Seinni æf­ing­in fólst í því æfa viðbrögð við strandi skips sem síðar sökk við norðan­verða eyj­una Kolt­ur. Æft var við Hestey, Kolt­ur og suður á Gutta­grunn með áhöfn Hvíta­björns­ins. 

Áhafn­ir varðskip­anna þurftu að finna fjóra „skip­verja“ sem fallið höfðu í sjó­inn. Um var að ræða um­fangs­mikið leit­ar­svæði sem reiknað var út af björg­un­ar­miðstöðinni í Þórs­höfn. 

Æfing­arn­ar gengu afar vel og fara í reynslu­banka allra sem að komu, seg­ir að lok­um í svari Ásgeirs. 

Fjölmargir komu að umfangsmiklum æfingum.
Fjöl­marg­ir komu að um­fangs­mikl­um æf­ing­um. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son
mbl.is