„Við getum alveg lifað með þessu“

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. mbl.is/Ómar

„Við fljót­an yf­ir­lest­ur reglu­gerðar­inn­ar sýn­ist mér að við get­um al­veg lifað með þessu,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., í sam­tali við Morg­un­blaðið, þegar leitað var viðbragða hans við reglu­gerð sem mat­vælaráðherra setti um hval­veiðar og birt var í Stjórn­artíðind­um um miðjan dag í gær.

Ströng skil­yrði

Í reglu­gerðinni eru sett marg­vís­leg ströng skil­yrði um hvernig að veiðunum skuli staðið, en einnig skil­yrði um þjálf­un, fræðslu og hæfni áhafn­ar, gert er skylt að halda gæðahand­bók sem aðgengi­leg sé eft­ir­lits­stofn­un­um sem eru Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofa, en einnig hef­ur mat­vælaráðuneytið aðgang að henni.

Fara að fyr­ir­mæl­um

Í gæðahand­bók­inni á m.a. að lýsa verklagi við skimun hvalkálfa, áætl­un um lengd dýrs og fram­kvæmd og und­ir­bún­ing end­ur­skota, svo nokkuð sé nefnt. Ýmis skil­yrði eru sett um veiðibúnað, skot­færi og ýms­an ann­an búnað sem veiðunum teng­ist. Einnig er þar að finna ákvæði um skot­vink­il, há­marks­lengd skot­fær­is og end­ur­skot.

„Ég er ekki bú­inn að lús­lesa reglu­gerðina mörg­um sinn­um en mér sýn­ist að ákvæði henn­ar kveði að mestu leyti á um það sem við höf­um verið að gera hvort eð er. Núna vilja menn fá þetta á blaði, sem er ekki eins og verið hef­ur, en við mun­um auðvitað fara að þeim fyr­ir­mæl­um,“ seg­ir Kristján.

Hafa nú þegar haldið nám­skeið

„Gæðahand­bæk­ur eins og gerð er krafa um í reglu­gerðinni lýsa bara verklagi. Áður unnu menn eft­ir til­teknu verklagi en voru ekk­ert að skrifa það niður í hand­bók. Nú vilja menn að slík heil­brigð skyn­semi sé sett niður á blað.

Ég sé ekki að þetta atriði verði nein fyr­ir­staða fyr­ir okk­ur. Við höf­um nú þegar haldið nám­skeið með er­lend­um sér­fræðingi, sem hitti nefnd­ina sem hafði veiðiaðferðirn­ar til skoðunar, en við höf­um reynd­ar haldið slík nám­skeið mörg und­an­far­in ár með þeim manni. Nám­skeiðið var haldið með áhöfn­um hval­bát­anna nú í vor og stóð í heil­an dag. Þar fór­um við yfir flest þau atriði sem fram koma í reglu­gerðinni,“ seg­ir Kristján.

Hvenær ætlið þið að leggja í hann?

„Ég veit það ekki, það er spáð vit­lausu veðri næstu daga, en við för­um af stað til veiða um leið og lygn­ir,“ seg­ir Kristján Lofts­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: