Hefur drónaeftirlitið dregið úr brottkasti?

Sífellt meira magni er landað sam VS-afla. Það kann að …
Sífellt meira magni er landað sam VS-afla. Það kann að vera vísbending sem styður kenningu um minna brottkast. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stór­felld aukn­ing í VS-afla hef­ur átt sér stað und­an­far­in ár, en VS-afli sem er afli sem skip­stjóra er heim­ilt að ákveða að reikn­ist ekki til kvóta skips­ins. Þessi heim­ild tak­mark­ast við 0,5% af upp­sjáv­ar­afla og 5% af öðrum sjáv­ar­afla og er hugs­un­in að þetta úrræði dragi úr brott­kasti á afla sem viðkom­andi fiski­skip hafi ekki veiðiheim­ild­ir fyr­ir.

Fiski­stofa tók upp eft­ir­lit með drón­um árið 2021 og sást þá brott­kast í 44,26% af eft­ir­lits­flugi stofn­un­ar­inn­ar. Hlut­fallið var síðan orðið 30,92% árið 2022. „Heilt yfir má telja að það hafi dregið úr brott­kasti. Ástandið er engu að síður það að brott­kast er greint í 20% flug­ferða það sem af er ári,“ seg­ir Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits hjá stofn­un­inni, í síðasta blaði 200 mílna.

Sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu hef­ur á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári verið landað 6.683 tonn­um af svo­kölluðum VS-afla sem er 63% aukn­ingt frá síðasta fisk­veiðiári. Þar af er rétt rúm­ur helm­ing­ur þorsk­ur, eða tæp 3.556 tonn, og er það 62% aukn­ing frá fyrra fisk­veiðiári. Jafn­framt eykst ýsu­afli sem skráður er sem VS-afli um 51% í 2.171 tonn, en gull­karfi sem flokkaður er sem slík­ur afli er kom­inn í 586 tonn sem er tæp­lega fjór­föld­un frá fisk­veiðiár­inu 2021/​2022.

Elín seg­ir ekki liggja fyr­ir ná­kvæm skýr­ing á þess­ari þróun og enn eigi eft­ir að greina bet­ur stöðuna. Hins veg­ar eru vís­bend­ing­ar um að dregið hafi úr brott­kasti og kann að vera að skip­stjór­ar séu í aukn­um mæli að nýta VS-afla­heim­ild­ina.

Nán­ar er fjallað um málið í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: