Segir ferlið hafa legið fyrir frá upphafi

Svandís segir það koma sér á óvart að félagasamtökin geri …
Svandís segir það koma sér á óvart að félagasamtökin geri athugasemdir við form skýrslugerðar eftir á. Samsett mynd

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra seg­ir um­mæli fé­laga­sam­taka smá­báta­eig­enda, strand­veiðimanna, fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda koma sér á óvart, enda hafi ferli vinnu þeirra í sam­ráðsnefnd verið út­skýrt vel fyr­ir þeim frá upp­hafi. 

Sam­tök­in gáfu frá sér sam­eig­in­lega til­kynn­ingu í dag þar sem þau kölluðu vinnu­brögð ráðherra forkast­an­leg. Seg­ir í til­kynn­ing­unni að fé­laga­sam­tök­in hafi ekki fengið að koma sín­um at­huga­semd­um á fram­færi við gerð skýrslu starfs­hópa Auðlind­ar­inn­ar okk­ar. 

Kem­ur á óvart á þess­um tíma­punkti

„Þau eru fyrst og fremst að gera at­huga­semd­ir við formið, frek­ar held­ur en inni­haldið,“ seg­ir Svandís í sam­tali við mbl.is

„Þetta hef­ur verið gagn­sætt ferli frá byrj­un og verk­efnið sem slíkt var kynnt í sam­ráðsgátt stjórn­valda í fyrra­vor og þar með skipu­lag vinn­unn­ar. Því kem­ur á óvart að gerðar séu at­huga­semd­ir á þess­um tíma­punkti.“

Öllum sjón­ar­miðum haldið til haga

Spurð hvert hlut­verk sam­ráðsnefnd­ar sé í raun í slíku ferli og hvort sam­tök­in, sem öll sátu í nefnd­inni, hafi fengið færi á að koma sín­um at­huga­semd­um við skýrsl­unni á fram­færi seg­ir Svandís fjöl­marga fundi hafa verið setna og ferlið kynnt vel fyr­ir þeim. 

„Það voru fjöl­marg­ir fund­ir í sam­ráðsnefnd þar sem rædd voru og reifuð sjón­ar­mið all­an tím­ann. Þeim sjón­ar­miðum var öll­um haldið til haga í vinn­unni. Hins veg­ar er skýrsl­an sem skilað er skýrsla starfs­hóp­ana, ekki skýrsla sam­ráðsnefnd­ar­inn­ar, og þetta ferli lá fyr­ir all­an tím­ann.“

Svandís seg­ir það því koma henni á óvart að sam­tök­in geri at­huga­semd­ir við ferlið núna, en ekki á meðan á því stóð. 

mbl.is