Hlekkjaði sig við mastur Hvals 9

Anahita Babaei hefur læst sig við mastur hvalveiðiskipsins Hvals 9.
Anahita Babaei hefur læst sig við mastur hvalveiðiskipsins Hvals 9. Skjáskot

Lög­regla og slökkvilið voru með viðbúnað við Reykja­vík­ur­höfn í morg­un vegna tveggja aðgerðarsinna sem höfðu komið sér fyr­ir í möstr­um tveggja hval­veiðiskipa í nótt og eru þeir þar enn.

Vís­ir sagði fyrst frá.

Ana­hita Baba­ei er ann­ar tveggja aðgerðarsinna sem hafa læst sig við mast­ur hval­veiðiskip­anna.

Hún seg­ir á In­sta­gram frá því að hún hafi læst sig við mast­ur hval­veiðiskips­ins Hvals 9 í mót­mæla­skyni við hval­veiðum Hvals hf. Mynd­bandið virðist tekið upp í mastri skips­ins.

„I had to put my body wh­ere my beli­efs are,“ seg­ir hún meðal ann­ars.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

Mótmælendurnir tveir sjást hér í möstrum skipanna.
Mót­mæl­end­urn­ir tveir sjást hér í möstr­um skip­anna. mbl.is/​Agn­ar Már Más­son
Mótmælendur eru enn uppi í tveimur hvalveiðiskipum við Reykjavíkurhöfn.
Mót­mæl­end­ur eru enn uppi í tveim­ur hval­veiðiskip­um við Reykja­vík­ur­höfn. mbl.is/​Agn­ar Már Más­son




 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina