Lögregla og slökkvilið voru með viðbúnað við Reykjavíkurhöfn í morgun vegna tveggja aðgerðarsinna sem höfðu komið sér fyrir í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í nótt og eru þeir þar enn.
Vísir sagði fyrst frá.
Anahita Babaei er annar tveggja aðgerðarsinna sem hafa læst sig við mastur hvalveiðiskipanna.
Hún segir á Instagram frá því að hún hafi læst sig við mastur hvalveiðiskipsins Hvals 9 í mótmælaskyni við hvalveiðum Hvals hf. Myndbandið virðist tekið upp í mastri skipsins.
„I had to put my body where my beliefs are,“ segir hún meðal annars.
Fréttin hefur verið uppfærð.