Lögreglan girðir af stærra svæði

Lögreglumaður ræðir við einn mótmælandann.
Lögreglumaður ræðir við einn mótmælandann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an hef­ur girt af enn stærra svæði við hval­veiðabát­ana Hval 8 og Hval 9 við Reykja­vík­ur­höfn. Þar hafa tvær kon­ur fest sig í möst­ur skip­anna til þess að mót­mæla áfram­hald­andi hval­veiðum og hafa verið þar síðan í nótt.

Ljós­mynd­ari mbl.is er á vett­vangi og staðfest­ir að fjöl­miðlum verði aft­ur á móti ekki gert að færa sig fjær bát­un­um.

Lög­regla hef­ur skipað hátt í þriðja tug manna að færa sig lengra frá bátn­um í átt að Geirs­götu. Þar að auki hef­ur bæði fjölgað í hópi lög­reglu­manna og stuðnings­manna á svæðinu.

Lögregla hefur stækkað afmarkaða svæðið í kringum mótmælin á hvalveiðibátunum.
Lög­regla hef­ur stækkað af­markaða svæðið í kring­um mót­mæl­in á hval­veiðibát­un­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lög­reglu­menn klifra upp til mót­mæl­enda

Tveir lög­reglu­menn klifruðu upp á möstr­in til þess að ræða við mót­mæl­end­urna. Þeir klifuðu aft­ur niður nokkr­um mín­út­um síðar.

Lögregla rekur almenning burt af nýafgritu svæðinu.
Lög­regla rek­ur al­menn­ing burt af ný­af­gritu svæðinu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fyrr í dag, um klukk­an 11, klifruðu lög­reglu­menn einnig upp til þess að ræða við kon­urn­ar tvær. Þeir fóru síðan niður skömmu síðar.

Um kl. 14:45 klifruðu lögreglumenn aftur upp til kvennanna.
Um kl. 14:45 klifruðu lög­reglu­menn aft­ur upp til kvenn­anna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is