Málað yfir málningu mótmælenda

Málað yfir rauðar málningarslettur á hvalveiðiskipi Hvals hf.
Málað yfir rauðar málningarslettur á hvalveiðiskipi Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfs­menn Hvals búa nú skip fyr­ir­tæk­is­ins und­ir sigl­ingu þrátt fyr­ir mót­mæli tveggja hval­veiðiand­stæðinga. Einn starfsmaður mál­ar yfir rauða máln­ingu sem skvett var á skipið í mót­mæl­um á föstu­dag­inn.

Tveir mót­mæl­end­ur klifruðu upp í möst­ur Hvals 8 og Hvals 9 í nótt og hlekkjuðu sig þar við möstr­in. Hafa mót­mæl­end­urn­ir verið þar síðan, en fyrst komu slökkvilið og lög­regla á vett­vang og reyndu að koma öðrum mót­mæl­and­an­um niður án ár­ang­urs.

Sér­sveit lög­regl­unn­ar virðist nú hafa tekið yfir vett­vang­inn.

Elissa og Anahita hlekkjuðu sig við möstur Hvals 8 og …
El­issa og Ana­hita hlekkjuðu sig við möst­ur Hvals 8 og Hvals 9 í nótt. Lög­reglu tókst ekki að ná Ana­hitu niður í morg­un og sitja þær því enn sem fast­ast. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ana­hita Baba­ei er ann­ar tveggja mót­mæl­end­anna og seg­ist hún hafa læst sig við mastrið til að mót­mæla hval­veiðum Hvals. Hinn mót­mæl­and­inn er El­issa Bijou, en þær hafa báðar birt mynd­ir og mynd­skeið af aðgerðum sín­um á In­sta­gram.

El­issa sýndi í einu mynd­skeiðanna frá því þegar lög­regl­an reyndi að ná Ana­hitu niður úr mastr­inu og seg­ir hún að sími Ana­hitu hafi verið gerður upp­tæk­ur. Þá var­ar hún einnig við að sími sinn sé orðinn raf­magns­lít­ill.

Seg­ir El­issa að hún hafi gripið til aðgerða til að koma í veg fyr­ir að skip­in færu út til veiða í dag eft­ir að stjórn­völd heim­iluðu Hval að halda til veiða á ný.

Um sé að ræða veiðar á langreyðum sem séu dýr í út­rým­ing­ar­hættu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina