Segir Svandísi hafa fjarlægt ummæli

Hera Hilmarsdóttir segir Svandísi hafa eytt út eða falið ummæli …
Hera Hilmarsdóttir segir Svandísi hafa eytt út eða falið ummæli þar sem hvalveiðum var mótmælt.

Leik­kon­an Hera Hilm­ars­dótt­ir gagn­rýn­ir Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra og full­yrðir að ráðherr­ann hafi eytt út um­mæl­um á sam­fé­lags­miðlasíðu sinni, þar sem fólk bað hana að end­ur­skoða þá ákvörðun að leyfa aft­ur hval­veiðar.

Þetta ger­ir leik­kon­an á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um, en þar hef­ur hún á annað hundrað þúsund fylgj­end­ur.

Gagn­rýn­ir einnig Vinstri græn

„Er þetta eitt­hvað sem er mögu­leiki?“ spyr Hera og á þar við að ráðherra hafi eytt um­mæl­un­um eða falið þau.

„Fyr­ir flest okk­ar þá er þetta það [mögu­leiki]. En er þetta mögu­leiki fyr­ir ráðherra í rík­is­stjórn, á op­in­berri síðu hans en ekki einkasíðu, fyr­ir ein­hvern sem starfar fyr­ir al­menn­ing og fær borgað frá al­menn­ingi, og vefsíðan stend­ur fyr­ir þá vinnu sem hann ger­ir í embætti sínu fyr­ir al­menn­ing?“ spyr hún áfram.

Hún full­yrðir einnig að Vinstri græn, flokk­ur Svandís­ar, hafi sömu­leiðis komið í veg fyr­ir að um­mæli birt­ust við færsl­ur flokks­ins sem tengd­ust hval­veiðum.

Hera ritar á ensku og beinir orðum sínum til ráðherrans …
Hera rit­ar á ensku og bein­ir orðum sín­um til ráðherr­ans og Vinstri grænna. Skjá­skot/@​hera­hilm­ar
mbl.is