Skýrt dæmi um „vaðandi spillingu og rugl“

Ýr og Óli við Reykjavíkurhöfn þar sem Hvalveiðiskipin bíða átekta.
Ýr og Óli við Reykjavíkurhöfn þar sem Hvalveiðiskipin bíða átekta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bif­hjóla­fólkið Ýr og Óli mættu niður á Reykja­vík­ur­höfn í morg­un til þess að sýna mót­mæl­end­un­um sem hafa komið sér fyr­ir í möstr­um tveggja hval­veiðiskipa stuðning.

„Við vilj­um stoppa þetta hel­vít­is blóðdráp á hval­veiðum. Þeir eru ekki bún­ir að fara á nein nám­skeið, þeir eru ekki komn­ir með ný tæki og þeir eru ekki komn­ir með neitt aukið eft­ir­lit. Þeir eru bara í rusl­inu hérna og reyna að græða á þessu.

Svo skilja þeir kálf­ana eft­ir móður­lausa og drepa mæðurn­ar á viðbjóðsleg­an máta,“ seg­ir Ýr við blaðamann mbl.is.

Óli bæt­ir við að hval­veiðar Kristjáns Lofts­son­ar séu skýrt dæmi um „vaðandi spill­ingu og rugl“ þegar einn millj­arðamær­ing­ur fær af ein­hverj­um geðþótta að stunda hval­veiðar.

„Stærst­ur hluti þjóðar­inn­ar kær­ir sig ekk­ert um þetta. Hann fær að vaða uppi með þessa vit­leysu því hann á nógu djöf­ulli mik­inn pen­ing og nógu djöf­ulli marga vini,“ seg­ir Óli.

mbl.is