Sögðust aldrei hafa séð langreyði

Hvalavinirnir sjást hér hressir í krákuhreiðrum Hvals 8 og Hvals …
Hvalavinirnir sjást hér hressir í krákuhreiðrum Hvals 8 og Hvals 9. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hval­veiðibát­arn­ir Hval­ur 8 og Hval­ur 9 hafa verið í kast­ljósi fjöl­miðla í nær all­an dag. Ástæðan er vera tveggja mót­mæl­enda sem klifrað hafa upp í kráku­hreiður skip­anna í þeim til­gangi að mót­mæla veiðum Íslend­inga á langreyðum. Hef­ur m.a. verið bein út­send­ing frá mót­mæl­un­um með hljóðupp­töku. Á henni heyrðust mót­mæl­end­urn­ir ræða sín á milli um langreyðar og að þeir hafi í raun aldrei séð slíka hvala­teg­und áður.

Þegar ann­ar mót­mæl­and­inn spurði hinn hvort hann hafi séð lif­andi langreyði var svarið stutt og skýrt: „Nei“. Sagðist þá sá sem spurði ekki held­ur hafa séð lif­andi langreyði. Bætti svo við að gam­an væri að sjá slíka hvala­teg­und ein­hvern tím­ann á lífs­leiðinni.

Skömmu áður en þetta sam­tal átti sér stað hrósuðu mót­mæl­end­urn­ir sjálf­um sér fyr­ir út­haldið um borð í skip­un­um.

Nokk­ur fjöldi lög­reglu­manna er enn á vett­vangi og fylg­ist ró­leg­ur með því sem fyr­ir aug­um ber. Auk þeirra eru frem­ur fá­menn­ur hóp­ur hvala­vina viðstadd­ur. Og sagði einn þeirra ástæðuna fyr­ir fá­menn­inu vera „leti Íslend­inga“. Þeir nenntu ekki að mót­mæla ann­ars staðar en heima í stofu.  

mbl.is