Viðbragðsaðilar voru „mjög ágengir“

Mótmælendur klifruðu upp í möstur tveggja hvalveiðiskipa við höfnina í …
Mótmælendur klifruðu upp í möstur tveggja hvalveiðiskipa við höfnina í nótt og hafa hlekkjað sig við möstrin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðbragðsaðilar voru „mjög ágeng­ir (e. very aggressi­ve)“ í garð mót­mæl­enda sem hafa komið sér fyr­ir í möstr­um tveggja hval­veiðiskipa við Reykja­vík­ur­höfn.

Frá þessu seg­ir kvik­mynda­tökumaður­inn Micah Green við blaðamann mbl.is sem er við höfn­ina.

Hann seg­ir að viðbragðsaðilar hafi rifið síma og tösku af öðrum mót­mæl­and­an­um og reynt að rífa hana úr mastri skips­ins. Það hafi verið gert óvar­lega en skilað litl­um ár­angri.

Sér­sveit­in mætt

Lög­regl­an og slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu voru með viðbúnað við höfn­ina í morg­un vegna mót­mæl­anna en slökkviliðið yf­ir­gaf svæðið fyr­ir klukk­an 8.

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra er nú mætt á staðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina