Viðbragðsaðilar voru „mjög ágengir (e. very aggressive)“ í garð mótmælenda sem hafa komið sér fyrir í möstrum tveggja hvalveiðiskipa við Reykjavíkurhöfn.
Frá þessu segir kvikmyndatökumaðurinn Micah Green við blaðamann mbl.is sem er við höfnina.
Hann segir að viðbragðsaðilar hafi rifið síma og tösku af öðrum mótmælandanum og reynt að rífa hana úr mastri skipsins. Það hafi verið gert óvarlega en skilað litlum árangri.
Lögreglan og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu voru með viðbúnað við höfnina í morgun vegna mótmælanna en slökkviliðið yfirgaf svæðið fyrir klukkan 8.
Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn.