Vilja fá lögreglu til að færa þeim mat

Lögreglumaður við Reykjavíkurhöfn í morgun.
Lögreglumaður við Reykjavíkurhöfn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mót­mæl­end­urn­ir eru enn uppi í möstr­um hval­veiðiskip­anna Hvals 8 og Hvals 9. Mat­ar­birgðir voru í bak­poka ann­ars þeirra en lög­regla lagði hald á pok­ann í morg­un.

Vin­ir aðgerðasinn­ans brugðu á það ráð að kaupa handa henni mat og til stóð að fá lög­reglu til þess að koma matn­um upp til henn­ar. 

Enn hef­ur ekki orðið af því en aðgerðastjóri lög­reglu er ekki á vett­vangi. Hann kem­ur aft­ur klukk­an 14 í dag, að því er blaðamaður mbl.is á staðnum best veit.

Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn gat lítið sagt um málið þegar blaðamaður hringdi í hann. 

„Það er bara verið að skoða málið og næstu skref,“ seg­ir Ásmund­ur við mbl.is, innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær lög­regl­an hyggst senda ein­hvern aft­ur upp í möstr­in. 

mbl.is