Á Spáni með fyrrverandi í skugga framhjáhalds

Chloe Ferry er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum …
Chloe Ferry er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Gordie Shore. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Chloe Ferry er stödd á Spáni um þessar mundir þar sem hún nýtur sólarinnar til hins ýtrasta ásamt fyrrverandi kærasta sínum, Johnny Wilbo.

Ferry fagnaði 28 ára afmæli sínu með sannkölluðu lúxusfríi á Spáni, en það kom mörgum á óvart að sjá Wilbo með henni enda hafði hún slitið sambandi þeirra fyrir nokkrum mánuðum og sakað hann um framhjáhald.

Fyrir það hafði fyrrverandi parið verið saman og í sundur um nokkurra mánaða skeið, en nú virðast þau hafa náð sáttum ef marka má rómantískar myndir af þeim sem birtust á vef Daily Mail.

Sjálf hefur Ferry verið dugleg að deila sjóðheitum bikinímyndum frá fríinu á samfélagsmiðlum sínum, en af myndum að dæma hefur hún skemmt sér vel á Spáni.

mbl.is