Anahita og Elissa komnar niður

Konurnar eru komnar niður.
Konurnar eru komnar niður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mót­mæl­end­urn­ir Ana­hita Baba­ei og El­issa Biou eru komn­ar niður eft­ir að hafa læst sig við möst­ur hval­veiðiskip­anna Hvals 8 og 9 í gær.

Læstu kon­urn­ar sig við skip­in í þeim til­gangi að mót­mæla hval­veiðum Hvals hf., sem hefjast á næstu dög­um.

Konurnar eru komnar niður.
Kon­urn­ar eru komn­ar niður. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Báðu um að kom­ast niður 

Mikið sam­tal hef­ur átt sér stað á milli lög­reglu og kvenn­anna tveggja í dag, en fyr­ir stuttu síðan tjáðu þær lög­reglu að þær vildu kom­ast niður. Þá virt­ist Ana­hita einnig gefa stuðnings­fólki sínu handa­bend­ing­ar sem bentu til þess að þær vildu koma niður.

Lög­regla byrjaði á því að aðstoða Ana­hitu við að kom­ast niður, en í gær var taska henn­ar tek­in af henni og hef­ur hún því verið án mat­ar í nokk­urn tíma. 

Lögreglar aðstoðar Elissu við að komast niður úr mastrinu.
Lög­regl­ar aðstoðar El­issu við að kom­ast niður úr mastr­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Því næst hóf lög­regla að aðstoða El­issu sem komst niður úr mastr­inu án nokk­urra vand­kvæða. 

Færðar í lög­reglu­bíl

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðamanns mbl.is sem stadd­ur er á svæðinu hafði stuðnings­fólk kvenn­anna tveggja ásamt Paul Wat­son óskað eft­ir því að sjúkra­bíll yrði á svæðinu þegar kon­urn­ar kæmu niður, en ekki hef­ur verið orðið við þeirri beiðni. 

Margt var um manninn við bryggjuna í dag.
Margt var um mann­inn við bryggj­una í dag. mbl.is/​Hólm­fríður María Ragn­hild­ar­dótt­ir

Kon­urn­ar eru nú báðar komn­ar á land og voru þær færðar í lög­reglu­bíl. 

Anahita að klifra niður úr mastri Hvals 9.
Ana­hita að klifra niður úr mastri Hvals 9. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is