„Endaði eins vel og mögulegt var“

Anahita Babaei í fylgd lögreglu á leið inn í lögreglubíl.
Anahita Babaei í fylgd lögreglu á leið inn í lögreglubíl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðgerðum lög­reglu við hval­veiðiskip­in í Reykja­vík­ur­höfn er lokið en mót­mæl­end­urn­ir Ana­hita Baba­ei og El­issa Biou komu niður úr möstr­um hval­veiðiskip­anna Hvals 8 og 9 á þriðja tím­an­um í dag.

„Fé­lagi minn fór upp og ræddi við þær og þær féllust á að koma niður. Það gekk vel að koma þeim niður og það urðu sem bet­ur eng­in slys, hvorki hjá þeim, lög­reglu­mönn­um né öðrum sem voru á staðnum,“ sagði Kristján Helgi Þrá­ins­son aðstoðar­yf­ir­lög­reglu­stjóri í sam­tali við mbl.is.

Voru ánægðar með að koma niður

Spurður hvernig þær Ana­hita og El­issa hafi brugðist við eft­ir að hafa samþykkt að láta af aðgerðum sín­um og koma niður seg­ir Kristján:

„Þær voru bara ánægðar með að koma niður. Vita­skuld voru þær pínu­lítið ringlaðar eft­ir að hafa verið í þetta lang­an tíma í möstr­un­um en þær voru sátt­ar eft­ir að hafa fall­ist á boð okk­ar um að koma niður.

Við buðum þeim vatn og gos um leið og þær komu niður en reynd­ar hafði önn­ur þeirra fengið Coca-Cola þegar hún var uppi. Það má því segja að þetta hafi endað eins vel og mögu­legt var. Það er alltaf hætta á slys­um við þess­ar aðstæður en sem bet­ur sluppu all­ir heil­ir.“

Í skýrslu­töku og verða svo látn­ar laus­ar

Kristján seg­ir að til ein­hverra stymp­inga hafi komið við fá­eina mót­mæl­end­ur sem voru á bryggj­unni áður en þær Ana­hita og El­issa komu niður. „Það var eng­inn aðsúg­ur gerður að okk­ur og það var bara klappað fyr­ir þeim þegar þær skiluðu sér til baka.“

Kristján seg­ir að kon­urn­ar hafi verið flutt­ar á lög­reglu­stöðina eft­ir að hafa verið skoðaðar af sjúkra­flutn­inga­mönn­um í sjúkra­bíl sem kom á staðinn.

„Þær reynd­ust í ágætu standi. Í fram­hald­inu er svo skýrslu­taka af þeim og þær verða svo látn­ar laus­ar. Þannig verður ferlið nema eitt­hvað óvænt komi upp á.“

mbl.is