Gæslan keypti olíu í Færeyjum

Skipið var við æfingar við Færeyjar þegar olía var tekin.
Skipið var við æfingar við Færeyjar þegar olía var tekin. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Áhöfn­in á varðskip­inu Freyju hélt sam­eig­in­lega æf­ingu með áhöfn­um Brim­ils, varðskips fær­eysku land­helg­is­gæsl­unn­ar, og Hvidbjorn­en, varðskips danska sjó­hers­ins, við Fær­eyj­ar í síðustu viku. Var tæki­færið notað til að kaupa olíu á varðskipið og spara þannig millj­ónatugi. Skip­herra í leiðangr­in­um var Friðrik Hösk­ulds­son.

Fyr­ir æf­ing­una var ljóst að taka þyrfti um 750.000 lítra af skipaga­sol­íu á varðskipið Freyju, upp­lýs­ir Ásgeir Er­lends­son upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Olí­an kostaði tæp­ar 80 millj­ón­ir og var tek­in í Þórs­höfn. Hann seg­ir að erfitt sé að segja ná­kvæma tölu á verðmis­mun milli Íslands og Fær­eyja því að verð bygg­ist á til­boðum sem feng­in eru fyr­ir ol­íu­töku á hverj­um stað þann dag­inn.

Gera megi ráð fyr­ir að lág­marki 30% verðmun, þ.e. 25-30 millj­ón­um króna. Gæsl­an þarf ekki að greiða virðis­auka­skatt ef olí­an er keypt í Fær­eyj­um.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu i dag, þriðju­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina