Hafði áhyggjur af ástandi Anahitu

Nic kveðst vera miður sín yfir atvikinu.
Nic kveðst vera miður sín yfir atvikinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til átaka kom er mót­mæl­andi á veg­um Paul Wat­son-sam­tak­anna streitt­ist á móti hand­töku lög­reglu við Reykja­vík­ur­höfn í dag.

mbl.is náði tali af mót­mæl­and­an­um, Nic, sem seg­ir viðbrögð sín skýr­ast af áhyggj­um vegna ásig­komu­lags Ana­hitu, annarra kvenn­anna sem sátu hlekkjaðar við möstr­in á Hval 8 og 9 í Reykja­vík­ur­höfn í dag.

Að sögn Nic hófst at­b­urðarás­in þegar mót­mæl­end­ur reyndu ár­ang­urs­laust að ná sam­bandi við Ana­hitu, sem sat hlekkjuð við mast­ur Hvals 8 fyrr í dag.  

Hljóp inn á bannað svæði

„Ana­hita virt­ist stressuð. Hún var að reyna að ná at­hygli okk­ar í gegn­um hljóðnem­ann sem hún var með en hann virkaði illa. Þá dróg­um við þá álykt­un að hún væri að reyna að ná at­hygli Micah, kvik­mynda­gerðar­manns og maka síns,“ seg­ir Nic, en Micah var þá stadd­ur á blaðamanna­svæðinu þar sem hann hlóð mynda­vél­ina sína. 

Nic seg­ist hafa haft mikl­ar áhyggj­ur af ásig­komu­lagi Ana­hitu og hafi hún því brugðið á það ráð að fara inn á blaðamanna­svæðið til þess að ná sam­bandi við Ana­hitu í gegn­um míkró­fón­inn sem þar var að finna og tjá henni að stutt væri í að Micah gæti komið henni til aðstoðar. 

Frá handtökunni við höfnina.
Frá hand­tök­unni við höfn­ina. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ég sá allt svart“

„Mér fannst ég verða að koma því til skila til henn­ar að hann hann gæti talað við hana eft­ir fimm mín­út­ur, en á því augna­bliki hugsaði ég ekki um hvaða af­leiðing­ar þetta gæti haft fyr­ir mig, ég vildi bara full­vissa hana um að við heyrðum í henni,“ seg­ir Nic. 

„Síðan eru hlut­irn­ir í móðu. En ég veit að allt í einu greip mjög sterk­ur maður í hand­legg­inn á mér og ósjálfrátt sagði ég hon­um að sleppa mér, hann þyrfti ekki að grípa svona í mig. Ég sagði hon­um að hann hefði bara getað hrópað á mig að fara af svæðinu, ég var hvort eð er á leiðinni til baka. En svo kom ann­ar lög­reglumaður og greip í hinn hand­legg­inn á mér.“

Þá á Nic að hafa slegið til lög­regluþjón­anna sem hand­tóku hana fyr­ir að ráðast að lög­reglu­manni. „Ég veit ekki einu sinni í hvaða átt ég hreyfði hönd­ina,“ seg­ir Nic. „Ég sá bara allt svart því hann hélt mér svo fast,“ seg­ir Nic með grát­staf­inn í kverk­un­um, örvingluð eft­ir at­b­urðarás dags­ins. 

Mótmælendurnir komu niður úr möstrunum um miðjan dag í dag.
Mót­mæl­end­urn­ir komu niður úr möstr­un­um um miðjan dag í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stolt af kon­un­um tveim­ur

Hún seg­ir sér þykja leitt hvernig hafi farið og legg­ur áherslu á að Paul Wat­son-sam­tök­in for­dæmi allt of­beldi. „Þessi ósjálfráðu viðbrögð voru of­beld­is­full af minni hálfu og standa sam­tök­in gegn of­beldi af öllu tagi.“

Þá seg­ist Nic stolt af þeim Ana­hitu og El­issu fyr­ir að hafa styrk til þess að standa með sjálf­um sér og þeim sem legg­ist gegn hval­veiðum.

„Þær eru hug­rakk­ari en ég fyr­ir að hafa farið þarna upp. Þeirra fram­lag skipt­ir sköp­um vegna þess að hætta þurfti hval­veiðum í einn og hálf­an dag og það er það sem við verðum að muna – að við ger­um þessa hluti til þess að reyna að hafa áhrif,“ seg­ir Nic. 

mbl.is