Hvalur kærir konurnar

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals.hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals.hf. mbl.is/Árni Sæberg

Hval­ur hf. hef­ur kært mót­mæl­end­urna Ana­hitu Baba­ei og El­issu Biou. Þetta staðfesti Kristján Helgi Þrá­ins­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is.

„Það kom kæra fyr­ir hús­brot frá Hval hf. áðan. Yf­ir­heyrslu yfir kon­un­um tveim­ur er rétt við það að ljúka og þær verða síðan látn­ar laus­ar. Þetta mál fylg­ir þeim svo áfram og fer í sitt ferli,“ sagði Kristján við mbl.is.

Það var þriðja tím­an­um í dag sem þær Ana­hita Baba­ei og El­issa Biou urðu við beiðni lög­reglu að koma niður úr möstr­um tveggja hval­veiðiskipa Hvals hf. en þar höfðu þær verið frá því eldsnemma í gær­morg­un.

Hval­ur 8 og Hval­ur 9 eru lagðir af stað á miðin til veiða. Bát­arn­ir sigldu úr Reykja­vík­ur­höfn upp úr klukk­an fjög­ur síðdeg­is. 

mbl.is