Í sjóðheitum sleik á Beyoncé tónleikum

Kylie Jenner og Timothée Chalamet hafa verið að stinga saman …
Kylie Jenner og Timothée Chalamet hafa verið að stinga saman nefjum frá því í apríl. Samsett mynd

Net­heim­ar loguðu síðastliðið vor þegar fregn­ir bár­ust af því að raun­veru­leika­stjarn­an Kylie Jenner og leik­ar­inn Tomot­hée Chala­met væru að stinga sam­an nefj­um. Í sum­ar var hins veg­ar greint frá því að sam­bandið væri ekki al­var­legt, en nú virðist það hafa breyst.

Jenner og Chala­met komu öll­um á óvart og mættu á fyrsta op­in­bera viðburðinn sam­an í vik­unni. Þau fóru á Beyoncé tón­leika þar sem þau virt­ust skemmta sér vel og voru ekk­ert að fela róm­an­tík­ina. Mynd­ir af sjóðheit­um sleik þeirra birt­ust á vef Daily Mail, en þá hafa ýmis mynd­skeið og mynd­ir af þeim einnig verið í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum.

Meint ástar­sam­band pars­ins hófst nokkr­um mánuðum eft­ir sam­bands­slit Jenner og barns­föður henn­ar, rapp­ar­ans Tra­vis Scott, en þau eiga tvö börn sam­an, þau Stormi og Aire. Jenner og Scott höfðu verið sund­ur og sam­an í mörg ár, en þau byrjuðu sam­an árið 2017 eft­ir að hafa kynnst á Coachella-tón­list­ar­hátíðinni.

mbl.is