Lögregla tók lyf aðgerðasinna

Sidney segist vera hér á landi til að styðja aðgerðasinnanna …
Sidney segist vera hér á landi til að styðja aðgerðasinnanna og til þess að skrásetja ef eitthvað óvenjulegt á sér stað, þá sérstaklega hjá lögreglunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an leyf­ir ekki stuðnings­fólki aðgerðasinn­anna við Reykja­vík­ur­höfn að færa þeim birgðir. Frá þessu seg­ir Sidney Haugen, sjálf­stætt starf­andi norsk­ur blaðamaður, sem kom til Íslands í gær á veg­um Bret­lands­deild­ar Paul Wat­son-sam­tak­anna.

Sidney var á hafn­ar­svæðinu til klukk­an 1 í nótt og kom aft­ur klukk­an 5 í morg­un. Hann seg­ist vera hér á landi til að styðja aðgerðasinn­anna og til þess að skrá­setja ef eitt­hvað óvenju­legt eigi sér stað, þá sér­stak­lega hjá lög­regl­unni.

„Ég vissi ekki af mót­mæl­un­um þegar ég kom til Íslands. Ég kom hingað til þess að fylgj­ast með hval­veiðunum sjálf­um,“ seg­ir Sidney en til­gang­ur ferðar­inn­ar breytt­ist þegar hann frétti af mót­mæl­un­um.

Sam­skipti erfið

Sidney seg­ir að stuðnings­fólk á jörðu niðri geti lítið átt í sam­skipt­um við aðgerðasinn­anna í tunn­un­um örðuvísi en með því að kalla á þær með gjall­ar­horni. Þær svari iðulega með því að reka þum­al­fing­ur upp í loft eða með því að kalla „ókei.

„Lög­regla hef­ur verið mjög al­menni­leg við okk­ur. Það er eitt stórt vanda­mál, en það er að þau leyfa okk­ur ekki að færa þeim [aðgerðasinn­un­um] vatn og mat. Þau tóku einnig birgðir og lyf ann­ars aðgerðasinn­ans,“ seg­ir Sidney.

mbl.is