Myndskeið: Hvalveiðibátarnir sigla úr höfn

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hval­ur 8 og Hval­ur 9, hval­veiðibát­ar Hvals hf. eru lagðir af stað úr höfn. Bát­arn­ir sigldu úr Reykja­vík­ur­höfn nú upp úr klukk­an fjög­ur síðdeg­is.

    Mót­mæl­end­ur höfðu hlekkjað sig fasta í möstr­um skip­anna í tæp­lega einn og hálf­an sól­ar­hring en komu niður úr möstr­un­um milli tvö og þrjú í dag. 

    Mót­mæltu þeir ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra að heim­ila hval­veiðar á ný. 

    Hvalur 8 fyrir utan Reykjavíkurhöfn nú á fimmta tímanum.
    Hval­ur 8 fyr­ir utan Reykja­vík­ur­höfn nú á fimmta tím­an­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
    mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
    mbl.is