Segir lögreglu hindra för sjúkrabíla

„Enn sem komið er hefur lögreglan stöðvað allar tilraunir til …
„Enn sem komið er hefur lögreglan stöðvað allar tilraunir til þess að koma nauðsynlegum birgðum til aðgerðasinnans,“ segir Samuel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samu­el Rostøl, mót­mæl­andi á veg­um Bret­lands­deild­ar Paul Wat­son-sam­tak­anna seg­ir að lög­regl­an hindri för sjúkra­bíla til þess að kanna líðan ann­ars aðgerðasinn­ans sem hef­ur komið sér fyr­ir í mastri hval­veiðiskips Hvals hf. í Reykja­vík­ur­höfn.

„Ein­um aðgerðasinna hef­ur verið meinað um aðgang að vatni, mat og lyfj­um sem hún þarf á að halda á hverj­um degi. Við höf­um hringt mörg­um sinn­um á sjúkra­bíl en eng­inn hef­ur komið,“ seg­ir Samu­el við blaðamann mbl.is sem er á hafn­ar­svæðinu.

„Enn sem komið er hef­ur lög­regl­an stöðvað all­ar til­raun­ir til þess að koma nauðsyn­leg­um birgðum til aðgerðasinn­ans.“

Samu­el seg­ir að eft­ir að hafa hringt í neyðarlín­una hafi hon­um verið gefið sam­band við lög­regl­una sem sagði að í lagi væri með aðgerðasinn­ana.

Áhyggj­ur af ofþorn­un og kulda

Samu­el seg­ist hafa áhyggj­ur af því að aðgerðasinn­inn sé orðin þurr af vatns­skorti og mjög köld.

„Hún gæti verið í slæmu ástandi þannig að við vilj­um fá ein­hvern heil­brigðis­menntaðan til þess að kanna ástand henn­ar. Lög­regl­an sagði að þeir væru ekki með lækna sem væru að kanna ástand henn­ar,“ seg­ir Samu­el.

mbl.is