Skipverjar farnir að tínast um borð

Aðgerðasinnarnir Elissa og Anahita telja að áhöfn skipsins sé að …
Aðgerðasinnarnir Elissa og Anahita telja að áhöfn skipsins sé að gera sig tilbúna að sigla út á sjó um leið og þær snerta jörðu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skip­verj­ar hvala­veiðiskip­anna tveggja í Reykja­vík­ur­höfn eru farn­ir að tín­ast um borð. Aðgerðasinn­arn­ir tveir sitja sem fast­ast í tunn­un­um á möstr­um skip­anna en önn­ur þeirra hef­ur óskað eft­ir heil­brigðisaðstoð.

Ekki er víst hvað skip­verj­arn­ir eru að gera um borð en svo virðist sem þeir séu að und­ir­búa brott­för skip­anna. 

Aðgerðasinn­arn­ir El­issa og Ana­hita telja að áhöfn skips­ins sé að gera sig til­búna að sigla út á sjó um leið og þær koma niður.

Vill fá heil­brigðisaðstoð

„Stelp­urn­ar hafa verið þarna uppi síðan klukk­an 5 í gær­morg­un. Klukk­an 6 þann morg­un tók lög­regl­an bak­poka Ana­hitu sem í var mat­ur og vatn. Hún hef­ur nú verið án vatns í meira en 24 klukku­stund­ir. Við vor­um að tala við hana og hún hef­ur staðfest að hún vilji heil­brigðis­starfs­mann til þess að kíkja á sig,“ seg­ir Imo­gen Sawyer, aðgerðasinni á veg­um Paul Wat­son-sam­tak­anna. 

Hún seg­ir lög­regl­una hafa sagt við Ana­hitu að ef hún vilji mat, vatn eða heil­brigðisaðstoð þurfi hún að koma niður.

„Við höf­um áhyggj­ur af því að ofþorn­un geti látið fólk haga sér öðru­vísi en það myndi gera venju­lega. Við höf­um áhyggj­ur af því að Ana­hita gæti reynt að koma sér niður sjálf þegar ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir eru óviðun­andi. Hún er ekki hlekkjuð föst því að lög­regl­an klippti keðjurn­ar í gær­kvöldi. Hún er nú án ör­ygg­is­búnaðar til þess að kom­ast niður á jörðina,“ seg­ir Imo­gen.

Imogen Sawyer er hér á landi á vegum Paiakan-verkefnis Bretlandsdeildar …
Imo­gen Sawyer er hér á landi á veg­um Paiak­an-verk­efn­is Bret­lands­deild­ar Paul Wat­son-sam­tak­anna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lög­regl­an hafi afp­antað sjúkra­bíl

Imo­gen seg­ir að koll­egi henn­ar hafi hringt á sjúkra­bíl í morg­un sem kom ekki. Hún hafi sjálf hringt þegar klukk­una vantaði kort­er í átta í morg­un og verið sagt að sjúkra­bíll væri á leiðinni. Hann hafi hins veg­ar ekki komið.

„Ég hringdi aft­ur í neyðarlín­una og þau þar sögðu að lög­regl­an hafi afp­antað sjúkra­bíl­inn,“ seg­ir Imo­gen.

Hún bæt­ir við að lög­reglu­menn á hafn­ar­svæðinu hafi marg­ir sagt í hljóði að þeir séu sam­mála því að stöðva þurfi hval­veiðarn­ar.

„Þegar allt kem­ur til alls eru þeir rík­is­starfs­menn sem þurfa að gera það sem þeim er sagt.“

mbl.is