Skoðar að senda bátana út í fyrramálið

Kristján Loftsson, framkaæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkaæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Árni Sæberg

„Við tök­um stöðuna á hverj­um degi, en okk­ur hef­ur ekki lit­ist á sjó­lagið. Við þurf­um að hafa gott sjó­lag til að geta stundað veiðarn­ar og þess vegna höf­um við frestað því þar til í fyrra­málið að skoða það að senda bát­ana út. Við verðum að hafa sæmi­legt veður, það virðist geta orðið sæmi­leg­ur gluggi á fimmtu­dag­inn,“ seg­ir Kristján Lofts­son fram­kvæmda­stjóri Hvals hf. í sam­tali við mbl.is þegar leitað var svara hjá hon­um um það hvenær hann hygðist senda hval­bát­ana á miðin suður og vest­ur af land­inu.

Spurður um mót­mæl­end­ur sem komið hafa sér fyr­ir í tunn­un­um í mastri hval­bát­anna seg­ist Kristján ekki hafa hug­mynd um stöðu mála hjá þeim.

„Þetta eru ein­hverj­ir flæk­ing­ar“

„Þetta eru ein­hverj­ir flæk­ing­ar, önn­ur er frá Banda­ríkj­un­um en hin ein­hverstaðar úr Evr­ópu,“ sagði Kristján og er ósátt­ur við um­fjöll­un sjón­varps­stöðvanna um málið. „Fjöl­miðlarn­ir, sér­stak­lega sjón­vörp­in, tala um borg­ara­lega óhlýðni og að það sé allt í lagi. Það er eins og verið sé að reyna að koma því inn hjá þjóðinni að það sé allt í lagi. Ef maður gleym­ir að læsa hjá sér heima og kem­ur síðan að ein­hverj­um sitj­andi inni á gólfi sem segj­ast vera að mót­mæla og vill að bor­inn sé í sig mat­ur og fleira, yrði fólk ánægt með það?,“ spyr Kristján.

Aðspurður seg­ist Kristján að mót­mæl­in hafi ekki valdið sér neinu tjóni og býst ekki við að þess­ar aðgerðir mót­mæl­end­anna hafi nein eft­ir­mál af sinni hálfu.

„Þær eru bara þarna og við sjá­um til hvað set­ur. Við höf­um ekk­ert aðhafst í þessu máli, lög­regl­an er þarna og sér um þetta. Við skipt­um okk­ur ekki af því,“ seg­ir Kristján.

mbl.is