„Sýndu hugrekki að grípa til aðgerða“

Sigurjón að senda konunum friðarmerki í Reykjavíkurhöfn í gær.
Sigurjón að senda konunum friðarmerki í Reykjavíkurhöfn í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég var bara að styðja stelp­urn­ar og fannst tákn­rænt að senda friðarmerki,“ seg­ir Sig­ur­jón Ólafs­son í sam­tali við mbl.is í dag en ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins og mbl.is náði mynd af Sig­ur­jóni þar sem hann var á sundi í Reykja­vík­ur­höfn ná­lægt hval­bát­un­um síðdeg­is í gær.

„Ég syndi mikið í sjón­um. Ég var bú­inn að fara í Naut­hóls­vík­ina og fór svo í Reykja­vík­ur­höfn­ina þar sem ég sá stelp­urn­ar í möstr­un­um. Ég sá að lögg­an var með lok­an­ir og ákvað að fara Daní­elsslipps meg­in og synda þar.

Þegar ég kom að hval­veiðiskip­un­um þá óskaði lög­regl­an eft­ir því að ég færi í burtu. Ég spurði hversu langt og svarið sem ég fékk var; bara langt. Stúlk­an sem ég sendi friðarmerkið til þáði greini­lega stuðning­inn en hún veifaði mér á móti og sendi mér líka friðarmerki,“ seg­ir Sig­ur­jón, sem er ánægður með mynd­ina.

„Mynd­in er flott og vinnu­fé­lag­ar mín­ir eru bún­ir að hengja hana upp á vegg,“ seg­ir Sig­ur­jón.

Þolum illa gagn­rýni frá út­lend­ing­um

Sig­ur­jón seg­ist hafa viljað sýna stuðning í verki. 

„Mér finnst svo­lítið merki­legt í okk­ar þjóðfé­lagi í dag að það þurfi allt og oft að vera út­lend­ing­ar sem benda okk­ur á hvað við ger­um rangt. Sjá­um bara hvað gerðist með blóðmera­haldið. Þá komu sviss­nesk­ir dýra­vernd­un­ar­sinn­ar og tóku mynd­ir og voru í kjöl­farið út­málaðir sem eitt­hvað slæm­ir.

Rétt fyr­ir hrun kom er­lend­ur hag­fræðing­ur og benti okk­ur á að allt væri að fara í klessu. Í kjöl­farið var hon­um sagt að fara í end­ur­mennt­un. Við Íslend­ing­ar þolum oft mjög illa gagn­rýni frá út­lend­ing­um en við þurf­um stund­um aðeins að hlusta á þá,“ seg­ir Sig­ur­jón og bæt­ir við:

„Þess­ar tvær kon­ur sem fóru í hval­bát­ana sýndu hug­rekki að grípa til aðgerða gegn skepn­um sem geta ekki varið sig.“

Sig­ur­jón seg­ist vera dug­leg­ur að stunda sjó­sund en seg­ist þó aðallega vera í þríþraut. „Þríþraut­in er mjög skemmti­legt sport og ég mæli svo sann­ar­lega með því. Þetta er mjög hress­andi og sér­stak­lega fyr­ir miðaldra karl­mann eins og mig að halda sér ung­um,“ seg­ir Sig­ur­jón og hlær.

mbl.is