Telja sig hafa bjargað 4-8 hvölum

Imo­gen Sawyer er hér á landi á veg­um Paiak­an-verk­efn­is Bret­lands­deild­ar …
Imo­gen Sawyer er hér á landi á veg­um Paiak­an-verk­efn­is Bret­lands­deild­ar Paul Wat­son-sam­tak­anna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Imo­gen Sawyer, sem stödd er hér á landi á veg­um Paul Wat­son-sam­tak­anna, seg­ir aðgerðir mót­mæl­end­anna tveggja sem hlekkjuðu sig við möst­ur Hvals 8 og 9 við Reykja­vík­ur­höfn í gær og í dag hafa bjargað líf­um fjög­urra til átta hvala.

Þrátt fyr­ir að til átaka hafi komið við höfn­ina í dag seg­ir Imo­gen sam­tök­in ekki líða of­beldi.

Imo­gen seg­ir kon­urn­ar tvær, þær Ana­hitu Baba­ei og El­issu Biou, sem yf­ir­gáfu möstr­in í dag eft­ir að hafa hlekkjað sig við þau í  tæp­lega einn og hálf­an sól­ar­hring, hafa unnið mikið þrek­virki. 

„Þær hafa verið al­veg ótrú­leg­ar,“ seg­ir Imo­gen. „Þetta er gíf­ur­leg hvatn­ing fyr­ir fólk sem er að reyna að binda enda á hval­veiðar á Íslandi.“

Sýndu borg­ara­lega óhlýðni

Að sögn Imo­gen tókst kon­un­um tveim­ur að bjarga lífi margra hvala með aðgerðum sín­um. „Fyrst hélt veðrið hval­veiðimönn­um inni, en síðan hafa þær gert það. Hvert þess­ara skipa get­ur dregið tvo hvali til baka á ein­um sól­ar­hring og því hafa þær bjargað fjór­um til átta hvöl­um með því að sitja þarna og mót­mæla án þess að beita of­beldi. Þannig sýndu þær borg­ara­lega óhlýðni til þess að vekja at­hygli á málstaðnum og í viðleitni til þess að bjarga hvöl­un­um,“ seg­ir Imo­gen. 

Frá mótmælunum í dag á meðan mótmælendurnir voru enn upp …
Frá mót­mæl­un­um í dag á meðan mót­mæl­end­urn­ir voru enn upp í möstr­un­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Vinnu okk­ar er ekki lokið“

Hún seg­ir sam­tök­in ekki hyggj­ast yf­ir­gefa Ísland á næst­unni og fer hörðum orðum um Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf.

„Vinnu okk­ar hér er ekki lokið. Fyr­ir­tæki Kristjáns Lofts­son­ar mun draga dauðar langreyðar upp slipp­inn við hval­stöðina inn­an skamms. Hann er spennt­ur fyr­ir því að kom­ast út og veiða sinn fyrsta hval [í ár] til að sýna öll­um hversu magnaður hann er.

Við mun­um vera á staðnum og skrá­setja hvern ein­asta hval sem kem­ur upp í slipp­inn svo við get­um haldið áfram að sýna heim­in­um hvernig hann fer með dýr­in. Okk­ar vinna helst síðan í hend­ur við vinnu MAST sem vinn­ur á skip­inu, tek­ur upp og skjalfest­ir,“ seg­ir Imo­gen. 

Konurnar voru handteknar þegar þær komu niður. Þeim hefur nú …
Kon­urn­ar voru hand­tekn­ar þegar þær komu niður. Þeim hef­ur nú verið sleppt. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Harm­ar að til átaka hafi komið

Imo­gen seg­ist þykja miður að komi hafi til átaka á milli mót­mæl­enda og lög­reglu í dag og tek­ur það skýrt fram að hóp­ur­inn líði ekki of­beldi af neinu tagi. Þá streitt­ist mót­mæl­andi á móti hand­töku lög­reglu eft­ir að hafa farið inn á lokað svæði til þess að kalla til kvenn­anna tveggja. 

„Við erum of­beld­is­laus aðgerðasam­tök,“ seg­ir Imo­gen. „Við skilj­um þó hvers vegna hún var ör­vænt­ing­ar­full og vildi kom­ast úr aðstæðunum. Auk þess skilj­um við læt­in og ótt­ann sem hún upp­lifði þegar maður sem var tvisvar sinn­um stærri en hún greip hana svo fast að nú þegar er farið að votta fyr­ir mari á hand­legg henn­ar.“

Loks seg­ir Imo­gen ekki standa til að sam­tök­in skipu­leggi mót­mæli á Íslandi. „Við erum meira en fús til þess að koma og sýna stuðning og sam­stöðu, en þær aðgerðir sem gripið hef­ur verið til hafa aðallega verið af Íslend­ing­um sem og þess­um tveim­ur hug­rökku bar­áttu­kon­um sem sátu í skip­un­um í dag.“

mbl.is