Þekking og fræðsla skiptir miklu máli

Stefán Guðjónsson hefur lært mikið um vín.
Stefán Guðjónsson hefur lært mikið um vín.

Fram­reiðslu­meist­ar­inn Stefán Guðjóns­son ætl­ar að end­ur­vekja Vín­klúbb­inn og halda fyrsta fund­inn í lok sept­em­ber. „Mér finnst gam­an að fræða aðra um vín og ekki þarf að vera dagdrykkjumaður til að njóta góðra vína held­ur þvert á móti,“ seg­ir Stefán.

Áhugi Stef­áns á víni vaknaði þegar hann lærði til þjóns á tí­unda ára­tugn­um. Þá vann hann á Hót­el Íslandi og gest­ir gátu valið úr þrem­ur teg­und­um af hvít­víni og jafn­mörg­um af rauðvíni.

„Einn mat­ar­gest­ur bað mig um að velja fyr­ir sig vín með lamba­rétti og ég valdi eitt af þess­um þrem­ur rauðvín­um, sem ég hélt að myndi passa best. Ég leyfði mann­in­um að smakka sem hann og gerði. Að því loknu horfði hann stíft á mig og sagði: „Þú veist ekk­ert hvað þú ert að gera.““ Stefán seg­ir að sér hafi brugðið og því næst farið til verk­stjóra síns og leitað álits hjá hon­um. „„Maður­inn hef­ur rétt fyr­ir sér,“ sagði hann og bætti við: „Þú veist ekk­ert hvað þú ert að gera.“ Þá ein­setti ég mér að læra meira um vín svo eng­inn gæti sagt að ég vissi ekk­ert um hvað ég væri að tala.“

Árið 1993 var vinnustaður­inn Arg­entína steik­hús. „Þá sagði Óskar Finns­son við mig að ég þyrfti að læra meira um all­ar teg­und­ir víns, bæði létt vín og sterkt vín, því að opna ætti koní­aks­stofu sem ég ætti að sjá um. „Þetta gekk eft­ir og síðan hef­ur þekk­ing­in vaxið jafnt og þétt.“

Lær­ir af reynsl­unni

Stefán hef­ur tekið þátt í nokkr­um vínþjóna­keppn­um heima og er­lend­is og seg­ir að fyrsta keppn­in er­lend­is hafi ýtt við sér. „Við fór­um fimm héðan í fyrstu keppn­ina, Nordic-Elsass-keppn­ina, sem Íslend­ing­um var boðið í 1995, og vor­um blaut­ir á bak við eyr­un enda bara tvær teg­und­ir af víni frá Alsace-héraðinu í Frakklandi til hjá ÁTVR. Okk­ur gekk væg­ast sagt illa, lent­um í neðstu sæt­un­um.“ Hann hafi látið sér þetta að kenn­ingu verða. „Ég hét sjálf­um mér því að kom­ast í úr­slit á næsta ári, við fór­um þrjú héðan og vor­um öll á meðal fimm efstu. Þá byrjaði bolt­inn að rúlla.“

Stefán hef­ur sótt ótal nám­skeið um vín, skrifað um vín í blöð og tíma­rit og gefið út dvd-disk­inn Víns­makk­ar­ann auk þess sem hann held­ur úti tveim­ur vefsíðum um vín (smakk­ar­inn.is og okk­arvin.is). „Ég var einn af þeim fyrstu til að skrifa um vín fyr­ir ÁTVR en við gáf­um út hátíðarbæk­ling þar sem mælt var með sér­stök­um vínþrúg­um með ákveðnum rétt­um.“

Vín­klúbbur­inn var stofnaður í kring­um Vín­bar­inn í byrj­un ald­ar­inn­ar. „Við lögðum áherslu á að kenna fólki en um leið var skemmtana­gildið í há­veg­um haft, að fólkið hefði gam­an af þessu.“ Hann hafi haldið áfram með klúbb­inn á öðrum veit­inga­stöðum en hætt með hann þegar hafði ekki neitt hús­næði fyr­ir rekst­ur­inn. „Ég var líka nán­ast alltaf bund­inn í vinnu um helg­ar og vildi vera í fríi með fjöl­skyld­unni þegar ég átti frí.“

Hann hafi síðan verið ráðinn til þess að opna vín­b­ar á Reykja­vik Konsulat Hotel og í því ferli hafi hann hitt marga fé­laga úr gamla Vín­klúbbn­um. „Það kveikti í mér að sjá gömlu and­lit­in og ég ákvað að byrja aft­ur með klúbb­inn,“ seg­ir hann og bæt­ir við að áhuga­sam­ir geti sent sér fyr­ir­spurn­ir um Vín­klúbb­inn (smakk­ar­inn@gmail.com).

mbl.is