Vélarnar ræstar á Hval 9

Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9.
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9. mbl.is/Agnar Már Másson

Vél­arn­ar hafa verið ræst­ar á öðrum hval­veiðibáta Hvals hf. sem ligg­ur við gömlu höfn­ina í Reykja­vík.

Sú sem festi sig við mast­ur báts­ins til að mót­mæla hval­veiðum fyr­ir­tæk­is­ins er kom­in niður og unnið er að því að ná hinum mót­mæl­and­an­um niður.

Ákváðu kon­urn­ar tvær að koma sjálf­vilj­ug­ar niður eft­ir tæp­lega eins og hálfs sól­ar­hrings mót­mæli.

Strax og önn­ur kon­an var kom­in niður voru ljós kveikt á bát­un­um og fljót­lega í kjöl­farið voru vél­ar Hvals 9 ræst­ar.

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals, sagði fyrr í dag við mbl.is að hann gerði ráð fyr­ir að hefja veiðar á fimmtu­dag­inn þegar það væri veður­gluggi. Það gæti þó þýtt að bát­arn­ir leggi af stað út á miðin í dag eða á morg­un.

mbl.is