Vélarnar hafa verið ræstar á öðrum hvalveiðibáta Hvals hf. sem liggur við gömlu höfnina í Reykjavík.
Sú sem festi sig við mastur bátsins til að mótmæla hvalveiðum fyrirtækisins er komin niður og unnið er að því að ná hinum mótmælandanum niður.
Ákváðu konurnar tvær að koma sjálfviljugar niður eftir tæplega eins og hálfs sólarhrings mótmæli.
Strax og önnur konan var komin niður voru ljós kveikt á bátunum og fljótlega í kjölfarið voru vélar Hvals 9 ræstar.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði fyrr í dag við mbl.is að hann gerði ráð fyrir að hefja veiðar á fimmtudaginn þegar það væri veðurgluggi. Það gæti þó þýtt að bátarnir leggi af stað út á miðin í dag eða á morgun.