Ellefu látnir eftir óveður í A-Evrópu

Það er allt á floti í Istanbúl í Tyrklandi.
Það er allt á floti í Istanbúl í Tyrklandi. AFP

Óveður sem olli mikl­um flóðum í Grikklandi, Tyrklandi og Búlgaríu hafa dregið 11 manns til dauða að því er yf­ir­völd í lönd­un­um greindu frá í dag.

Mikl­ir vatna­vext­ir hafa verið í norðvest­ur­hluta Tyrk­lands þar á meðal í Ist­an­búl þar sem göt­ur breytt­ust í vatns­mikl­ar ár. Flóð hafa verið í Grikklandi en ný­lega gengu þar yfir mikl­ir skógar­eld­ar.

„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Flætt hef­ur inn í þúsund­ir íbúðar­húsa og versl­ana hér er í Vo­los og eng­inn er hér til að hjálpa okk­ur,“ sagði hinn 58 ára gamli Vassil­is Tsalamoura, íbúi í Vo­los, í sam­tali við AFP frétta­veit­una en Vo­los hef­ur verið án raf­magns síðan í gær.

Úrhelli og þrumu­veður síðan á seint á mánu­dag­inn olli því að ár flæddu yfir bakka sína, skemmdi vegi og brýr og lokaði svæði í átt að búl­görsku strand­borg­inni Burgas en úr­koma á nokkr­um stöðum í Búlgaríu er sú mesta síðan árið 1994. Úrkoma á ein­um sól­ar­hring hef­ur verið jafn­mik­il og venju­lega á nokkr­um mánuðum.

Við hlýn­un jarðar er hætta á meiri raka í loft­hjúpn­um sem eyk­ur hætt­una á mik­illi úr­komu og þá einkum í Asíu, V-Evr­ópu og S-Am­er­íku.

mbl.is