Óveður sem olli miklum flóðum í Grikklandi, Tyrklandi og Búlgaríu hafa dregið 11 manns til dauða að því er yfirvöld í löndunum greindu frá í dag.
Miklir vatnavextir hafa verið í norðvesturhluta Tyrklands þar á meðal í Istanbúl þar sem götur breyttust í vatnsmiklar ár. Flóð hafa verið í Grikklandi en nýlega gengu þar yfir miklir skógareldar.
„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Flætt hefur inn í þúsundir íbúðarhúsa og verslana hér er í Volos og enginn er hér til að hjálpa okkur,“ sagði hinn 58 ára gamli Vassilis Tsalamoura, íbúi í Volos, í samtali við AFP fréttaveituna en Volos hefur verið án rafmagns síðan í gær.
Úrhelli og þrumuveður síðan á seint á mánudaginn olli því að ár flæddu yfir bakka sína, skemmdi vegi og brýr og lokaði svæði í átt að búlgörsku strandborginni Burgas en úrkoma á nokkrum stöðum í Búlgaríu er sú mesta síðan árið 1994. Úrkoma á einum sólarhring hefur verið jafnmikil og venjulega á nokkrum mánuðum.
Við hlýnun jarðar er hætta á meiri raka í lofthjúpnum sem eykur hættuna á mikilli úrkomu og þá einkum í Asíu, V-Evrópu og S-Ameríku.