„Við höfum ekkert gaman af svartsýni“

Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi hf., kveðst binda vonir …
Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi hf., kveðst binda vonir við ágæta loðnuvertíð í vetur. mbl.is/Gunnlaugur

Það er létt yfir Ásgeiri Gunn­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra veiða hjá Skinn­ey-Þinga­nesi hf., þegar blaðamður hitt­ir hann í höfuðstöðvum út­gerðar­inn­ar á Höfn í Hornafirði. Hann kveðst ánægður með ný­af­staðna mak­ríl­vertíð og seg­ist bjart­sýnn um þokka­lega loðnu­vertíð í vet­ur. Það hef­ur þó gengið á ýmsu í út­gerð und­an­far­in ár sem Skinn­ey-Þinga­nes hef­ur ekki farið var­hluta af og er útséð að Þórir SF verði áfram hluti af rekstri út­gerðar­inn­ar.

„Þetta var bara fín­asta vertíð, kom okk­ur svo­lítið á óvart. Við vor­um búin að búa okk­ur und­ir að vertíðin yrði öll norður í Smugu en ég held við höf­um veitt um 60% kvót­ans inn­an lög­sögu sem ger­ir það að verk­um að það er ódýr­ari að sækja þetta og gæðin betri þar sem styttra er að fara. En svo var fisk­ur­inn í Smugunni óvenju góður líka. Þannig að vertíðin var í heild sinni bara fín,“ seg­ir Ásgeir um ný­af­staðna mak­ríl­vertíð. Alls lönduðu tvö upp­sjáv­ar­skip fé­lags­ins 10,5 þúsund tonn­um á vertíðinni.

Mik­il óvissa virðist tengj­ast mak­ríl­vertíðum, ekki síst hvort fisk­ur­inn fá­ist í þokka­legu magni inn­an lög­sög­unn­ar. „Ég held við get­um aldrei gengið að vísri vertíð í mak­ríln­um og ekki bú­ist við að vertíð verði eins milli ára. Ég held að það sé það sem mak­ríll­inn hef­ur kennt okk­ur síðasta ára­tug­inn. Ég held það hafi verið gott að hafa hann hérna í lög­sög­unni, stutt að fara og góður mak­ríll í góðum gæðum.“

Ásgeir bend­ir þó á að það get­ur verið áhætta sem fylg­ir því að fá mak­ríl­inn á miðin í miklu magni því hann kem­ur hingað til að borða og fita sig yfir sum­ar­tím­ann. „Hann er að taka úr fæðukeðjunni. Við höf­um pínu áhyggj­ur af því þegar hann kem­ur hérna upp á grunn­inn, þetta er ótta­leg ryk­suga. Við vit­um ekki af­leiðing­arn­ar held­ur. Þetta sýn­ir líka að við þurf­um öfl­ug­an flota sem get­ur elt hann hvert sem er, bæði þegar er langt að fara og vont veður.“

Sjávarútvegur skiptir Hornfiðingum miklu máli. Við bryggju eru Jóhanna ÁR, …
Sjáv­ar­út­veg­ur skipt­ir Horn­fiðing­um miklu máli. Við bryggju eru Jó­hanna ÁR, Stein­unn SF, Jóna Eðvalds SF og Þórir SF. mbl.is/​Gunn­laug­ur

Af­leiðing veikr­ar stöðu humarstofns­ins

Ekki er út­lit fyr­ir að tog­ar­inn Þórir SF sem Skinn­ey-Þinga­nes hf. hef­ur gert út frá Höfn verði tek­in í rekst­ur á ný. Skip­inu var lagt í kjöl­far um­fangs­mik­illa skerðinga í þorskkvót­an­um und­an­far­in ár og bann við humar­veiðum vegna nýliðun­ar­brests. Skipið hef­ur verið til sölu um nokk­urt skeið.

„Sér­stak­lega er það hum­ar­brest­ur­inn sem ger­ir þetta að verk­um og eins niður­skurður í þorsk­in­um. Við vor­um með tvö skip á humri í sex til átta mánuði á meðan stofn­inn var sem stærst­ur. Þetta er búið að vera gíf­ur­legt högg fyr­ir okk­ur en við vinn­um bara úr því. Við verðum bara að nýta skipa­kost­inn bet­ur sem við höf­um,“ seg­ir Ásgeir Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri veiða hjá Skinn­ey-Þinga­nesi.

Spurður hvort skip­verj­ar á Þóri SF hafi misst störf sín þegar tog­ar­an­um var lagt, svar­ar Ásgeir: „Við fund­um störf fyr­ir flesta og smám sam­an hafa menn kom­ist um borð hjá okk­ur [á öðrum skip­um]. Þetta er það leiðin­leg­asta sem við ger­um að draga sam­an, en kerfið er bara þannig upp byggt að það þarf að hagræða í rekstri. Það er eng­um greiði gerður að vera með fleiri skip en afla­heim­ild­ir gefa til­efni til.“

Þorskkvóti fisk­veiðiárs­ins sem hófst 1. sept­em­ber síðastliðinn er aðeins um 1% meiri en árið á und­an og er nú tæp­lega fimmt­ungi minni en hann var fisk­veiðiárið 2019/​2020. Sam­drátt­ur­inn er um 50 þúsund tonn á þessu tíma­bili, það er um það bil jafn mikið og tíu afla­hæstu tog­ar­arn­ir lönduðu af þorski allt fisk­veiðiárið 2019/​2020.

Smá­báta­sjó­menn hafa verið einkum há­vær­ir í gagn­rýni sinni á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og benda á hve mik­ill þorsk­ur sé á miðunum. Spurður hvort það sé einnig upp­lif­un sjó­manna Skinn­eyj­ar-Þinga­ness, svar­ar hann því ját­andi og seg­ir sam­drátt­inn í út­gefn­um heim­ild­um í þorski von­brigði.

„Við erum að upp­lifa mikla þorsk­gengd á miðunum og þetta er vænn þorsk­ur. Við erum nán­ast að flýja hann allt árið til þess að ná öðrum meðafla með. Ég held það sé mik­ill sam­hljóm­ur milli okk­ar og margra smá­báta­sjó­manna með þessa út­hlut­un. Sér­stak­lega eru þetta von­brigði vegna þess að þeir [hjá Haf­rann­sókna­stofn­un] gáfu okk­ur vís­bend­ing­ar um að næstu ár yrði litlu bætt við. Það er kannski stærstu von­brigðin að menn hafa gengið eins vel um miðin og við höf­um gert og að ekki hafi verið meiri ár­ang­ur í að byggja stofn­inn upp.“

Nátt­úr­an óút­reikn­an­leg

Í des­em­ber 2021 til­kynnti Haf­rann­sókna­stofn­un að stofn­un­in hafi ráðlagt stjórn­völd­um að banna humar­veiðar árin 2022 og 2023. Sam­hliða því var ákveðið að loka fyr­ir botn­vörpu­veiðar í Breiðarmerk­ur­djúpi, Horna­fjarðar­djúpi og Lóns­djúpi til að vernda humarstofn­inn, en viðvar­andi nýliðun­ar­brest­ur hef­ur verið í stofn­in­um. Til­kynnti stofn­un­in síðastliðið sum­ar að sterk­ar vís­bend­ing­ar væru um að humarstofn­inn væri að taka við sér, en þó er ekki víst að það leiði til þess að veiðar verði gerðar heim­il­ar á ný á næst­unni.

„Það mun lík­lega taka nokkuð mörg ár að sjá viðsnún­ing og fá hann inn í veiðina. Það er kannski í síðasta leiðangri sem við sjá­um smá ljós í myrkr­inu, en ég held að næstu áru munu sýna hvort humar­inn sé að snúa aft­ur eða hvort við þurf­um að vera þol­in­móðari í lengri tíma,“ seg­ir Ásgeir.

Innt­ur álits á kenn­ing­um um að veiðarfær­in sem notuð eru við humar­veiðar hér á landi séu meðal ástæðna þess að humarstofn­inn sé nú í erfiðleig­um, svar­ar hann því neit­andi.

„Við erum búin að veiða hum­ar síðan á sjö­unda ára­tugn­um og alltaf veitt hann í troll. Sama gera þjóðir sem nýta sömu teg­und og við, Skot­ar og Dan­ir. Það er ekk­ert sem bend­ir til þess að þær veiðar séu að or­saka þenn­an nýliðun­ar­brest sem við erum að kljást við núna. Aðrir eru ekki að lenda í þessu og við ekki fyrr en í kring­um 2010 til 2012. Við erum ekki hrædd um að veiðarfær­in sé ástæðan held­ur er það eitt­hvað í nátt­úr­unni sem ger­ir það að verk­um að hann nær ekki að vaxa. Breytt­ir haf­straum­ar eða eitt­hvað annað. Mér hef­ur fund­ist það sé frek­ar það sem fiskis­fræðing­ar telja vera ástæðurn­ar. Miðað við mæl­ing­ar Hafró er nóg til af [hum­ar]hol­um og nóg til af humri, en ungi humar­inn nær sér ekki á strik. Nýliðunin er eng­in.“

Full­ur bjart­sýni

Þrátt fyr­ir þess­ar breyttu aðstæður er ekki ástæða til að vera með bar­lóm seg­ir Ásgeir. Bend­ir hann á vel heppnaða mak­ríl­vertíð sem er að baki og veg­lega loðnu­vertíð. Þá séu nokkr­ar vænt­ing­ar til kom­andi loðnu­vertíðar. „Þeir hafa gefið okk­ur und­ir fót­inn að það gæti kannski orðið meðal­vertíð og við bíðum bara og von­um. Síðustu vertíðir hafa verið góðar og feng­ist hef­ur gott verð. Við erum bjart­sýn á að það verði þokka­leg loðnu­vertíð.“

Upp­sjáv­ar­veiðar eru í eðli sínu sveiflu­kennd­ar og hafa verið mikl­ar sveifl­ur í út­gef­inni ráðgjöf um há­marks­afla í loðnu milli ára. Það er því vert að spyrja en hvort það sé blíðan á Höfn sem ger­ir Ásgeir svona bjart­sýn­an? „Já. Það er ekk­ert gam­an að þessu nema maður sé bjart­sýnn. Við höf­um ekk­ert gam­an af svart­sýni hér enda hjálp­ar hún okk­ur ekki neitt,“ svar­ar hann og hlær.

Bundnar eru vonir við veglega loðnuvertíð.
Bundn­ar eru von­ir við veg­lega loðnu­vertíð. Ljós­mynd/​Skinn­ey-Þinga­nes

Von á skipi 2025

Í árs­lok 2021 samdi Skinn­ey-Þinga­nes um smíði á nýju upp­sjáv­ar­skipi við skipa­smíðafyr­ir­tækið Kar­sten­sens Skibsværft A/​S í Ska­gen í Dan­mörku og er áætluð af­hend­ing apríl 2025. Fyr­ir ger­ir fé­lagið upp­sjáv­ar­skip­in Ásgrím Hall­dórs­son SF-250 og Jónu Eðvalds SF-200, auk þess eru gerðir út tog­bát­arn­ir Þinga­nes SF-25 og Stein­unn SF-10, tog­ar­inn Skinn­ey SF-20 og línu­bát­inn Vig­ur SF-80.

Áætluð lengd nýja skips­ins er 75,4 metr­ar og breidd­in 16,5 metr­ar, en lest­ar­rými skips­ins verður um 2.400 rúm­metr­ar. At­hygli vek­ur að hönn­un skips­ins hafi tekið mið af því að djúprist­an verði sem minnst eða um 6,5 metr­ar, en mik­il grynnsli eru í inn­sigl­ing­unni á Höfn.

„Við heim­sótt­um Kar­sten­sen með þess­ar for­send­ur að við vær­um til í að fara í ný­smíði ef þeir gætu hannað fyr­ir okk­ur gott grunnrist upp­sjáv­ar­skip sem hef­ur alla eig­in­leika sem slíkt skip hef­ur. Þeir sann­færðu okk­ur um að það væri hægt og hafa hannað skip sem ætti að henta vel fyr­ir inn­sigl­ing­una,“ út­skýr­ir Ásgeir.

Vega­gerðin heit­ir dælu­skipi

Viðvar­andi áskor­un er sem fyrr seg­ir grynnsli í inn­sigl­ing­unni en er málið leyst? „Við fór­um með þetta mál fyr­ir stjórn­mála­menn og Vega­gerðina og okk­ur hef­ur verið lofað að það verði staðsett dýpk­un­ar­skip á Hornafirði næsta vet­ur sem mun halda inn­sigl­ing­unni góðri yfir það tíma­bil sem reyn­ir mest á, sem er vetr­ar­tím­inn. Í [mak­ríl]vertíðinni í sum­ar höf­um við ekki haft áhyggj­ur af dýp­inu en við þurf­um að gæta flóðs og fjöru, við för­um bara um á flóðinu.“

Eft­ir að lof­orð Vega­gerðar­inn­ar fékkst um viðveru dýpk­un­ar­skips ákváðu full­trú­ar Skinn­ey-Þinga­ness að halda ótrauðir áfram með upp­bygg­ingu upp­sjáv­ar­vinnslu og alla innviði því tengdu, að sögn Ásgeirs. „Við treyst­um því og trú­um að þeir standi við sitt, enda má segja að upp­sjáv­ar­vinnsla á Hornafirði liggi und­ir. Við erum full bjart­sýni.“

Finnst þér skorta áætl­un um var­an­lega lausn á þess­um vanda­mál­um með inn­sigl­ing­una til lengri tíma?

„Þetta mál hef­ur ekki komið upp fyrst núna, þetta er búið að vera yfir okk­ur í ára­tugi og höf­um við átt í sam­skipt­um við stjórn­völd í á þriðja ára­tug. Þetta hef­ur gengið afar hægt, en með þess­ari lausn [sem núna hef­ur verið boðuð] get­um við lifað við þetta en þetta er eng­in framtíðarlausn. Á áætl­un er að teikna hér upp ein­hverja framtíðarlausn, en þetta hef­ur gengið allt of hægt.“

„Við erum eins og Eyja“

Lít­ill vafi er um að Skinn­ey-Þinga­nes sé stærsti staki at­vinnu­rek­and­inn á Höfn en hjá fyr­ir­tæk­inu starfa um 300, þar af um 50 á starfstöðinni á Þor­láks­höfn. Um hundrað starfs­manna eru sjó­menn og rest eru land­verka­menn. Þá rek­ur fé­lagið eig­in iðnaðardeild og neta­verk­stæði.

Ásgeir seg­ir fyr­ir­tækið verði að hafa þjón­ustu sem það þarf inn­an fé­lags­ins sem mörg önn­ur út­gerðarfyr­ir­tæki kaupa vegna þess hve langt er til næstu stóru hafna. „Það er ekki það að við vilj­um endi­lega gera allt sjálf, held­ur er það því það ger­ir það eng­inn ann­ar. Við [á Hornafirði] erum eins og eyja. Við get­um sam­nýtt svo fátt með öðrum.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: