Diana Ross, fyrrverandi forsprakki The Supremes, söng afmælissönginn fyrir Beyoncé, einnar þekktustu söngkonu heims, á mánudag. Ross, sem er 75 ára, kom óvænt fram á tónleikum söngkonunnar í Los Angeles, sem eru hluti af Renaissance tónleikaferðalagi hennar, til þess að óska henni til hamingju með 42 ára afmælið.
Tónleikagestir fögnuðu ákaft þegar sjálf Motown-goðsögnin birtist á sviðinu og stýrði hópsöng til heiðurs Beyoncé. Afmælisbarnið átti varla orð til að lýsa þakklæti sínu en Ross sem var einstaklega glæsileg til fara í svörtum síðkjól sagði söngkonuna þurfa að endurgjalda greiðann.
„Þakka þér kærlega fyrir, þú ert mögnuð,“ sagði Beyoncé við Ross þegar þær héldust í hendur á sviðinu. „Þetta er hin goðsagnakennda Diana Ross,” kallaði Beyoncé til tónleikagesta. „Það væri engin ég án þín, takk fyrir að opna dyrnar,” sagði söngkonan að lokum.
Aðdáandi Beyoncé deildi myndbandi af atvikinu á samfélagsmiðlinum X, áður þekkt undir heitinu Twitter, sem sýnir hinar stórfenglegu söngdívur deila sviðinu.
@beyhivelive #beyonce #beyhivelive #viraltiktok #fyp #lasangeles #dianaross ♬ original sound - BEYTHOVEN 💄