Samþykktu notkun lúsalyfja á Tálknafirði

Fimm umsóknir um notkun lúsalyfja voru lagðar fyrir fiskisjúkdómanefnd á …
Fimm umsóknir um notkun lúsalyfja voru lagðar fyrir fiskisjúkdómanefnd á fundi hennar 4. september. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fiski­sjúk­dóm­a­nefnd ákvað á fundi sín­um 4. sept­em­ber að mæla með því að Mat­væla­stofn­un samþykki tvær um­sókn­ir um notk­un lyfja gegn laxal­ús vegna fjölg­un lúsa á eld­islaxi í sjókví­um í Tálk­an­f­irði. Þá var lagt til að af­greiðsla tveggja um­sókna um notk­un lyfja í Arnar­f­irði yrði frestað og að um­sókn um lúsameðhöndl­un í Pat­reks­firði yrði hafnað.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar sem birt hef­ur verið á vef Mat­væla­stofn­un­ar.

Í fund­ar­gerðinni seg­ir að út frá fyr­ir­liggj­andi gögn­um um stöðu og þróun hafi Fisk­sjúk­dóm­a­nefnd mælt með lúsameðhöndl­un á eld­islaxi með Salmos­an (Aza­met­hip­hos) lúsa­lyfi í Hvanna­dal í Tálknafirði. Einnig taldi nefnd­in að til­efni væri til að mæla með notk­un Salmos­an og að hluta til Slice (Ema­mect­in) lúsa­lyfi í Laug­ar­dal i Tálknafirði.

Af­greiðslu frestað

Nefnd­in taldi hins veg­ar rétt að fresta af­grieðslu um­sókn­ar um leyfi til lúsameðhöndl­un­ar á eld­islaxi með Salmos­an í Hvestu í Arnar­f­irði. „Að mati nefnd­ar­inn­ar er síðasta niðurstaða lúsa­taln­ing­ar á um­ræddu elds­svæði ekki þannig vax­in að ástæða sé til lyfjameðhöndl­un­ar að sinni. Nefnd­in mæl­ir með að af­greiðslu um­sókn­ar verði frestað þar til frek­ari upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir. Nefnd­in legg­ur áherslu á að áfram verði fylgst með fjölda sníkju­dýra á eld­is­svæðinu með viku­leg­um taln­ing­um og að gripið verði til viðeig­andi ráðstaf­ana ef svo ber und­ir.“

Þá var einnig kom­ist að sömu niður­stöðu vegna um­sókn­ar um lúsameðhöndl­un á eld­islaxi í Hrings­dal í Arnar­f­irði.

Ekki var samþykkt að beita lúsalyfjum í Patreksfirði.
Ekki var samþykkt að beita lúsa­lyfj­um í Pat­reks­firði. mbl.is/Á​gúst Ingi

Ekki var tal­in ástæða til að mæla með notk­un Salmos­an í Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði. „Að um­fjöll­un lok­inni komst fisk­sjúk­dóm­a­nefnd að þeirri sam­dóma niður­stöðu að mæla ekki með því við Mat­væla­stofn­un að heim­ila umbeðna lyfjameðhöndl­un í Pat­reks­firði. Þar eru lúsa­töl­ur vissu­lega háar, en verið er að slátra upp af svæðinu og er áætlað að þeirri fram­kvæmd verði lokið um miðjan sept­em­ber. Útfrá um­hverf­is- og vel­ferðarsjón­ar­miðum fisks­ins hníga flest rök að þeirri niður­stöðu að ekki sé rétt að meðhöndla með lúsa­lyfi. Um sé að ræða neyðarráðstöf­un sem nái ekki til­gangi sín­um fáum dög­um fyr­ir slátrun.“

mbl.is