Hvalirnir komnir til hafnar

Hvalur 9 mætti í Hvalfjörðinn á níunda tímanum í morgun.
Hvalur 9 mætti í Hvalfjörðinn á níunda tímanum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hval­veiðiskipið Hval­ur 9 var rétt í þessu að landa við hval­stöðina í Hval­f­irði. Syst­ur­skip þess, Hval­ur 8, mætti í Hval­fjörðinn snemma í morg­un.

Hval­veiðiskip­in hafa verið við veiðar síðan á miðviku­dag og hef­ur veiðum miðað vel. Morg­un­blaðið grein­ir frá því í dag að skip­in séu sam­an­lagt með þrjár langreyðar, fyrra skipið með eina og seinna með tvær.

Hvalur 9 landaði við hvalstöðina í Hvalfirði í morgun en …
Hval­ur 9 landaði við hval­stöðina í Hval­f­irði í morg­un en nú hef­ur hluti stöðvar­inn­ar verið girt­ur af með raf­magns­girðingu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Búið er að stækka það svæði við hval­stöðina sem er girt af með raf­magns­girðingu.

Hval­veiðarn­ar voru heim­ilaðar á ný 1. sept­em­ber en með tak­mörk­un­um. Vertíðin tafðist þó um nokkra daga, fyrst vegna veður­skil­yrða en síðan vegna mót­mæla. Höfðu þá tveir mót­mæl­end­ur hlekkjað sig fasta í möst­ur skip­anna í rúm­an einn og hálf­an sól­ar­hring og tafið veiðarn­ar um tæpa þrjá daga.

Rafmagnsgirðing við hvalstöðina í Hvalfirði.
Raf­magns­girðing við hval­stöðina í Hval­f­irði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina