Segir Hval hafa reist ólöglega rafmagnsgirðingu

Kvikmyndatökumaðurinn Micah Garen segir girðinguna brjóta á almannarétti Íslendinga.
Kvikmyndatökumaðurinn Micah Garen segir girðinguna brjóta á almannarétti Íslendinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hval­ur hf. hef­ur stækkað það svæði við hval­stöðina í Hval­f­irði sem girt er af með raf­magns­girðingu. Girðing­in hef­ur ger­ir mynda­töku­mönn­um erfiðara fyr­ir að taka mynd­ir af hvöl­un­um og verk­un þeirra, sem er í eðli sínu nokkuð blóðug.

Hval­veiðibát­arn­ir Hval­ur 8 og 9 höfnuðu við hval­stöðina í morg­un og veidd­ust þrír hval­ir á túrn­um. Fjöl­miðlar hafa marg­ir sent sína full­trúa á svæðið, þar á meðal mbl.is.

Kvikmyndatökumaðurinn Micah Garen
Kvik­mynda­tökumaður­inn Micah Garen mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mót­mæl­end­urn­ir El­issa Biou og Ana­hit Baba­ei eru mætt­ar á vett­vang. Einnig hef­ur kvik­mynda­tökumaður­inn Micah Garen, kvik­mynda­gerðarmaður og aðgerðasinni verið við upp­tök­ur á svæðinu en hann vill meina að girðing­in sé í raun „ólög­leg“.

„Sinn­ir eng­um til­gangi“

„Kristján setti ný­lega upp girðing­una til þess að hindra fólk frá því að taka mynd­efni af þessu. Girðing­in sinn­ir eng­um til­gangi, það er eng­in vinna sem er gerð hérna á svæðinu,“ seg­ir Garen við mbl.is.

Hvalskurður í fyrra, 2022.
Hvalsk­urður í fyrra, 2022. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Garen seg­ir að það sé held­ur ekki neitt hlið á girðing­unni sem sé brot á al­manna­rétti ís­lend­inga, sem er sá rétt­ur al­menn­ings til frjálsra af­nota af landi og lands­gæðum og til far­ar um land og sjó.

Hval­ur hf. hef­ur tjáð mbl.is að fjöl­miðill­inn fái í þetta skiptið ekki heim­ild til þess að fá aðgang inn fyr­ir girðing­una.

Til sam­an­b­urðar náðust skýr­ar mynd­ir af hval­verk­un­inni í fyrra en þá var ekki búið að reisa girðing­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina