Strokulaxinn er frá Arctic Sea Farm

Ellefu eldislaxar hafa verið háfaðir í laxastiganum í Blöndu í …
Ellefu eldislaxar hafa verið háfaðir í laxastiganum í Blöndu í vikunni. Þeir eru ekki inni í fyrstu niðurstöðum en slá má því föstu að þeir eru líka frá Arctic Sea Farm. Ljósmynd/Guðmundur Haukur

Upp­runa­grein­ing á eld­islöx­um sem hafa verið að finn­ast í fjöl­mörg­um laxveiðiám staðfest­ir að strokulax­arn­ir eru frá Arctic Sea Farm sem hef­ur alið laxa i sjókví­um í ná­grenni Pat­reks­fjarðar. Staðfest er að strokulax­ar frá Arctic Sea Farm hafa veiðst á tólf stöðum. Þess­ir lax­ar eru enn að veiðast og veit eng­inn hversu marg­ir þeir eru eða hvert þeir halda.

Strax komu upp grun­semd­ir um að fjöldi eld­islaxa sem veidd­ust í hinum ýmsu laxveiðiám á Vest­an­verðu land­inu væru „Pat­reks­firðing­ar.“ Það er nú staðfest af Haf­rann­sókna­stofn­un. Í frétta­til­kynn­ingu sem Mat­væla­stofn­un birti á heimasíðu sinni fyrr í dag seg­ir;

„Mat­væla­stofn­un hafa borist upp­lýs­ing­ar um upp­runa­grein­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á meint­um eld­islöx­um sem veiðst hafa í Pat­reks­firði (6), Örlygs­höfn (2), Sunn­dalsá (6), Mjólká (1), Laug­ar­dalsá (1), Ísa­fjarðará (1), Selá í Ísa­fjarðar­djúpi (2), Miðfjarðará (1), Hóp­inu (1), Víðidalsá (1), Vatns­dalsá (3), Laxá í Döl­um (1) og Staðar­hólsá/​Hvolsá (1).

Hrefna Rósa Sætran, Björn Árnason og Bertram Skuggi Björnsson Sætran …
Hrefna Rósa Sætr­an, Björn Árna­son og Bertram Skuggi Björns­son Sætr­an með eld­islax­inn sem þau veiddu á sil­unga­svæði Víðidals­ár. Nú er staðfest að þetta er "Pat­reks­firðing­ur." Ljós­mynd/​Eggert Skúla­son

Alls voru 34 lax­ar send­ir til grein­ing­ar og reynd­ust sjö þeirra sem veidd­ust í Mjólká vera villt­ir. Af hinum 27 var einn eld­islax sem ekki var hægt að rekja en hinir 26 voru eld­islax­ar sem var hægt að rekja til sex hænga sem voru notaðir til fram­leiðslu á seiðum sem sett voru út á eld­is­svæði Arctic Sea Farm við Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði haustið 2021. Tveir af þess­um sex hæng­um voru einnig notaðir til fram­leiðslu á seiðum sem sett voru út á eld­is­svæði Arn­ar­lax við Tjalda­nes í Arnar­f­irði haustið 2021.

Arctic Sea Farm til­kynnti 20. ág­úst sl. að tvö göt hefðu fund­ist á 2.5 metra dýpi í kví nr. 8 á eld­is­svæði fyr­ir­tæk­is­ins við Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði og óskaði Mat­væla­stofn­un eft­ir því að slátrun hæf­ist sam­stund­is í kví nr. 8. Slátr­un­inni lauk 29. ág­úst sl. og er áætlað að slátrun á eld­is­svæðinu öllu verði lokið um miðjan sept­em­ber.“

Leitað hef­ur verið or­saka fyr­ir því hvernig göt­in komu á kvína og virðast komn­ar skýr­ing­ar á því. Hins veg­ar hef­ur einnig verið leitt í ljós, sam­kvæmt því sem Mat­væla­stofn­un seg­ir í frétt sinni að eft­ir­lit hafi ekki verið með þeim hætti sem fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­inu ber að stunda. Um þetta seg­ir í til­kynn­ingu MAST;

Fiskurinn sem Hrefna og fjölskylda veiddu á silungasvæði Víðidalsár kominn …
Fisk­ur­inn sem Hrefna og fjöl­skylda veiddu á sil­unga­svæði Víðidals­ár kom­inn í hend­ur Hafró. Eins og fyrr seg­ir er hann frá Arctic Sea Farm. Ljós­mynd/​Eggert Skúla­son

„Að sögn for­svars­manna Arctic Sea Farm er mögu­leg or­sök gat­anna sú að starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins höfðu fært fóður­dreifara í kvínni að kví­ar­brún og hafa tvö lóð sem héngu neðan á fóður­dreifar­an­um að öll­um lík­ind­um nudd­ast við nót­ina og myndað göt­in. Búnaður­inn var á þeirri hlið kví­ar­inn­ar þar sem göt­in mynduðust á tíma­bil­inu 8. – 20. ág­úst síðastliðinn, mögu­legt er að göt­in hafi mynd­ast á því tíma­bili.

Jafn­framt kom í ljós við rann­sókn máls­ins að neðan­sjáv­ar­eft­ir­lit fyr­ir­tæk­is­ins við kví nr. 8 var ekki fram­kvæmt frá miðjum maí sl. og þar til göt­in upp­götvuðust 20. ág­úst sl. Aðrir neta­pok­ar eld­is­svæðis­ins voru skoðaðir með reglu­bundn­um hætti.

Til Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar eru enn að ber­ast lax­ar sem send­ir verða til erfðagrein­ing­ar. Mat­væla­stofn­un veit­ir frek­ari upp­lýs­ing­ar þegar niður­stöður liggja fyr­ir varðandi erfðagrein­ingu laxa og upp­runa þeirra.“

Blönd­ulax­arn­ir sem hafa verið háfaðir sam­tals 11 tals­ins eru ekki inni í þess­um fyrstu niður­stöðum frá MAST. Síðasti eld­islax sem Sporðaköst vita um veidd­ist í morg­un í Miðfjarðará. Ekki er minnst á í frétt MAST hvort farið verður í ein­hverj­ar mót­vægisaðgerðir við laxveiðiár eða hvernig ná á utan um þetta um­hverf­is­slys sem nú er staðfest. Þá ligg­ur ekki fyr­ir hvernig tekið verður á þeim þætti sem lít­ur að því að lög­boðnu eft­ir­liti var ekki sinnt af hálfu Arctic Sea Farm.

Dekksta sviðsmynd­in sem sam­tök sem berj­ast gegn sjókvía­eldi hafa teiknað upp er nú að raun­ger­ast. Frjór norsk­ur lax er mætt­ur í nokkr­ar af helstu laxveiðiám Íslands og mun þar taka þátt í hrygn­ingu með villt­um ís­lensk­um löx­um á næstu vik­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina