Þrjár langreyðar í fyrsta túr Hvals

Frá vinnslustöð Hvals hf. í Hvalfirði á síðasta ári.
Frá vinnslustöð Hvals hf. í Hvalfirði á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hval­veiðiskip­in Hval­ur 8 og Hval­ur 9 koma til hafn­ar í dag með þrjár langreyðar eft­ir fyrsta túr vertíðar­inn­ar. Veiðarn­ar gengu vel þrátt fyr­ir blindþoku og leiðinda­veður. Hval­ur 8 með einn og Hval­ur 9 með tvo.

Guðmund­ur F. Gunn­laugs­son, stöðvar­stjóri í hval­stöðinni í Hval­f­irði, seg­ir veiðarn­ar hafa gengið nokkuð vel þrátt fyr­ir aðstæður.

Halda ekki strax út aft­ur

„Það geng­ur verr þegar er lítið skyggni,“ seg­ir Guðmund­ur sem var á leið í hval­stöðina til að und­ir­búa komu skip­anna þegar Morg­un­blaðið náði tali af hon­um í gær­kvöldi.

Aðspurður sagði Guðmund­ur ólík­legt að skip­in færu strax aft­ur út á miðin þegar þau væru búin að skila af sér langreyðunum. Er það vegna óhag­stæðra veður­skil­yrða næstu daga.

„Það er bræla fram und­an þannig að það er ólík­legt að þeir fari strax aft­ur út,“ sagði Guðmund­ur.

Veður og mót­mæli töfðu

Bát­arn­ir héldu til veiða á miðviku­dag. Hval­veiðar voru heim­ilaðar á ný 1. sept­em­ber en Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra stöðvaði veiðar á langreyðum tíma­bundið í júní.

Hval­veiðarn­ar voru heim­ilaðar á ný með tak­mörk­un­um en vertíðin tafðist þó um nokkra daga, fyrst vegna veður­skil­yrða en síðan vegna mót­mæla. Höfðu þá tveir mót­mæl­end­ur hlekkjað sig fasta í möst­ur skip­anna í rúm­an einn og hálf­an sól­ar­hring og töfðu veiðarn­ar um tæpa þrjá daga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: