„Tvær erlendar konur með læti“

Biou, vinstra megin, og Babaei ræða sannfæringu sína og baráttu …
Biou, vinstra megin, og Babaei ræða sannfæringu sína og baráttu við mbl.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum báðar harðir dýra­vernd­un­ar­sinn­ar og erum komn­ar hingað til að láta radd­ir okk­ar heyr­ast fyr­ir hval­ina, við vilj­um að veiðunum verði hætt,“ seg­ir hin breska El­issa Biou í sam­tali þeirra Ana­hitu Baba­ei frá Íran við mbl.is en það er Biou sem hef­ur orð fyr­ir þeim.

Biou og Baba­ei hlekkjuðu sig við möst­ur hval­veiðiskip­anna Hvals 8 og 9 í Reykja­vík­ur­höfn á mánu­dag­inn og voru í kjöl­farið hand­tekn­ar en eru nú komn­ar í Hval­fjörðinn ásamt fleiri mót­mæl­end­um frá ýms­um sam­tök­um til að mót­mæla veiðum í kjöl­far þess er Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra heim­ilaði hval­veiðar á nýj­an leik.

Munu ekki leggja árar í bát

„Við erum hérna við hval­stöðina núna og höf­um séð þrjá hvali dregna inn í morg­un, þar af eina kú sem var með tvö skutuls­ár, annað á höfðinu, svo það lít­ur út fyr­ir að fyrsta dráp tíma­bils­ins brjóti í bága við vernd­ar­lög­gjöf,“ seg­ir Biou af stöðu mála í Hval­f­irði.

Kveðst hún í fram­hald­inu munu hafa auga með öll­um hvöl­um sem koma í hval­stöðina og meta hvort þeir hafi verið drepn­ir á ómannúðleg­an hátt. „Við til­heyr­um hópi fólks sem hef­ur fylgst með mál­inu mánuðum sam­an og við mun­um ekki leggja árar í bát,“ seg­ir Bret­inn af ein­urð.

Hvaða sam­tök­um til­heyrið þið ann­ars?

„Við erum svo nýj­ar í þessu að við erum eig­in­lega ekki komn­ar með neitt nafn enn þá, okk­ar fyrsta aðgerð var að hindra að bát­arn­ir legðu í haf og þar telj­um við okk­ur hafa haft er­indi sem erfiði,“ svar­ar Biou.

Snýst um grimmd­ina

Aðspurð kveðst hún ekki vita hve lengi þær stöll­ur hafi viðdvöl á land­inu en tel­ur að borg­ara­leg óhlýðni þeirra Baba­ei, sem hún kveður ekki dæmi­gerða fyr­ir Íslend­inga, hafi að minnsta kosti vakið þarfa umræðu um hval­veiðar. „Okk­ur hef­ur borist fjöldi kveðja frá Íslend­ing­um sem deila okk­ar viðhorf­um og við treyst­um því að það fólk haldi áfram umræðu og ræði ekki síður málið við stjórn­mála­menn ykk­ar,“ held­ur hún áfram.

Kveðst Biou ekki ganga þess dul­in að fjöldi fólks sé einnig ósam­mála hval­vernd­ar­sinn­um, „og við skilj­um það al­veg, við erum tvær er­lend­ar kon­ur með læti, en þetta mál­efni hef­ur ekk­ert með Íslend­inga sem þjóð að gera, þetta snýst um þá grimmd sem í því felst að drepa þess­ar skepn­ur og við von­um að þeir sem eru ósam­mála okk­ur taki líka þátt í umræðunni svo unnt sé að gera breyt­ing­ar og fara að vilja fólks­ins“, seg­ir El­issa Biou að lok­um fyr­ir hönd þeirra Ana­hitu Baba­ei, sem stadd­ar eru við mót­mæli í Hval­f­irði.

mbl.is