Aldrei fleirum vísað úr landi eftir gæsluvarðhald

„Hluti þessara fanga er væntanlega vistaður í gæsluvarðhaldi til þess …
„Hluti þessara fanga er væntanlega vistaður í gæsluvarðhaldi til þess að tryggja nærveru við yfirvöld og að þeir fari úr landi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ein­stak­ling­um sem er vísað úr landi strax að loknu gæslu­v­arðhaldi hef­ur fjölgað mikið á und­an­förn­um árum.

Stend­ur fjöld­inn í 44 föng­um það sem af er ári, sam­an­borið við 36 allt fyrra ár, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fang­els­is­mála­stofn­un.

„Þetta eru ein­stak­ling­ar sem er vísað úr landi strax eft­ir gæslu­v­arðhald. Hluti þess­ara fanga er vænt­an­lega vistaður í gæslu­v­arðhaldi til þess að tryggja nær­veru við yf­ir­völd og að þeir fari úr landi,“ seg­ir Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Stofn­un­in búi þó ekki yfir ná­kvæm­um upp­lýs­ing­um um hversu stór hluti gæslu­v­arðhalds­fanga hafi óskað eft­ir hæli hér á landi.

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri. mbl.is/​Hari

Mik­il fjölg­un

Gæslu­v­arðhalds­fang­ar eru nú 32,2% af heild­ar­fjölda fanga það sem af er ári og hef­ur hlut­fall þeirra aldrei verið hærra. Stóð hlut­fallið í 23,8% árið 2022 og 13,5% árið 2021.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, mánu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: