Einstaklingum sem er vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðhaldi hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.
Stendur fjöldinn í 44 föngum það sem af er ári, samanborið við 36 allt fyrra ár, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun.
„Þetta eru einstaklingar sem er vísað úr landi strax eftir gæsluvarðhald. Hluti þessara fanga er væntanlega vistaður í gæsluvarðhaldi til þess að tryggja nærveru við yfirvöld og að þeir fari úr landi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Morgunblaðið.
Stofnunin búi þó ekki yfir nákvæmum upplýsingum um hversu stór hluti gæsluvarðhaldsfanga hafi óskað eftir hæli hér á landi.
Gæsluvarðhaldsfangar eru nú 32,2% af heildarfjölda fanga það sem af er ári og hefur hlutfall þeirra aldrei verið hærra. Stóð hlutfallið í 23,8% árið 2022 og 13,5% árið 2021.
Meira í Morgunblaðinu í dag, mánudag.