Lifum nú þegar í dystópískri framtíð

Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðana segir þörf á bráðum aðgerðum …
Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðana segir þörf á bráðum aðgerðum í loftslagsmálum. AFP

„Við þurf­um ekki frek­ari viðvar­an­ir. Dystópíska framtíðin er nú þegar hér. Við þurf­um bráðar aðgerðir strax,“ sagði Volker Türk, mann­rétt­inda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna. Türk seg­ir mannúðar­krísu ríkja vegna nátt­úru­ham­fara í kjöl­far lofts­lags­breyt­inga.

„Á und­an­förn­um mánuðum hafa hinar ýmsu viðvar­an­ir orðið að mann­skæðum veru­leika.“

Af­neita raun­veru­leg­um af­leiðing­um

Türk talaði fyr­ir mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR) í morg­un og að hafnaði þar rang­færsl­um sem hann seg­ir á sveimi í þeim til­gangi að af­neita raun­veru­leg­um af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga.

Sagði Türk mörg­um tól­um beitt til að stuðla að upp­lýs­inga­ó­eirðu í þeim til­gangi að af­neita þeirri ógn sem þegar sé orðin að veru­leika, í þeim til­gangi að vernda hags­muni rót­gró­inn­ar elítu sem ekki vilji gang­ast við vand­an­um. 

„Þurrkar, steikjandi hiti, mengun og vatnsbirgðir sem eru að þrotum …
„Þurrk­ar, steikj­andi hiti, meng­un og vatns­birgðir sem eru að þrot­um komn­ar, skapa nú hrjóstr­ug lands­svæði þar sem ekk­ert stend­ur eft­ir nema ryk og rúst­ir,“ AFP

Hung­urs­neyð og hrjóstr­ug lands­svæði

"Það stefn­ir í að hung­urs­neyð muni hrjá millj­ón­ir manns vegna lofts­lags­breyt­inga. Þær tor­tíma von­um tæki­fær­um, heim­il­um og manns­líf­um.“ 

„Þurrk­ar, steikj­andi hiti, meng­un og vatns­birgðir sem eru að þrot­um komn­ar, skapa nú hrjóstr­ug lands­svæði þar sem ekk­ert stend­ur eft­ir nema ryk og rúst­ir,“ sagði Türk í ræðu sinni.

Ræðuna hélt hann í kjöl­far þess að G20 lönd­in féllust á að styðja við mark­mið um að þre­falda græna orku fyr­ir árið 2030 um helg­ina, en tókst þó ekki að skuld­binda sig við að hætta fram­leiðslu á jarðefna­eldsneyti í áföng­um.

Dauðsföll fólks á flótta hljóta litla at­hygli 

Sagði mann­rétt­inda­stjór­inn auk­inn dauðföll flótta­fólks fá litla sem enga at­hygli þrátt fyr­ir að fleiri og fleiri á flótta frá hörm­ung­um, þar með töld­um aukn­um af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga. 

„Það er deg­in­um ljós­ara að mun fleiri inn­flytj­end­ur og flótta­menn deyja ósýni­leg­um dauða “ sagði Türk og benti á að 2.300 manns á flótta hefðu lát­ist, það sem af er ári, í Miðjarðar­haf­inu. 

mbl.is