Lönduðu fjórum langreyðum í dag

Fjórar langreyðar veiddust í gær.
Fjórar langreyðar veiddust í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það viðraði ein­stak­lega vel til hval­veiða um helg­ina og hafa veiðar gengið vel. Í gær tókst áhöfn­um Hvals hf.  að ná fjór­um langreyðum sem komið var með til hafn­ar í Hval­f­irði í dag.

Föstu­dag síðastliðinn var landað tveim­ur langreyðum og var það fyrsti afli veiðanna sem byrjuðu óvenju seint vegna tíma­bund­ins banns við veiðunum í kjöl­far skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um að veiðarn­ar á síðasta ári, en þá ályktaði stofn­un­in að fram­kvæmd veiðanna hefði ekki sam­ræmst mark­miðum laga um dýra­vel­ferð.

Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits hjá Fiski­stofu, seg­ir að svo komnu ekki hafa komið upp neitt við fram­kvæmd veiðanna sem brýt­ur í bága við þá eft­ir­litsþætti sem Fiski­stofa sinn­ir, en stofn­un­in hef­ur eft­ir­lit með veiðibúnaði og hvort upp­fyllt eru skil­yrði sem fram koma í veiðileyfi.

Elín bend­ir þó á að enn sé verið að vinna úr þeim gögn­um sem aflað hef­ur verið og að eft­ir­lit með þeim þátt­um er snúa að dýra­vel­ferð falli und­ir verk­efni Mat­væla­stofn­un­ar.

Í nýrri reglu­gerð um til­hög­un veiða er gert ráð fyr­ir að áhafn­ir hval­veiðibáta þurfi að upp­fylla sett skil­yrði, meðal ann­ars að hafa sótt nám­skeið sem hafa hlotið vott­un Fiski­stofu og Mat­væla­stofn­un­ar. Elín upp­lýs­ir að sá liður reglu­gerðar­inn­ar taki ekki gildi fyrr en 18. sept­em­ber og að unnið sé að því að meta þau nám­skeið sem áhafn­irn­ar hafa þegar sótt og hvort eitt­hvað vanti til að upp­fylla þau skil­yrði sem sett hafa verið. Þeirri vinnu er ekki lokið.

mbl.is