Telur strokulaxa í Ísafjarðará ógna uppbyggingu

Sigurgísli Ingimarsson hefur reynt að byggja upp villta stofninn í …
Sigurgísli Ingimarsson hefur reynt að byggja upp villta stofninn í Ísafjarðará og hefur miklar áhyggjur af erfðablöndun í kjölfar þess að fjöldi laxa struku úr sjókví Arctic Sea Farm í Patreksfirði. Samsett mynd

Ekk­ert lát virðist vera á því að eld­islax­ar fisk­ast í ám á Vest­fjörðum og kveðst Sig­ur­gísli Ingimars­son afar ósátt­ur við að ekki hafi verið tekið harðar á slysaslepp­ing­um úr sjókvía­eld­inu. Hann kveðst hafa náð þrem­ur stroku­löx­um úr sjókví­al­di í Ísa­fjarðará um helg­ina, en aðeins vika er síðan hann náði ein­um slík­um í ánni og hef­ur Haf­rann­sókna­stofn­un staðfest að þá hafi verið um eld­islax að ræða úr kví­um Arctic Sea Farm í Pat­reks­firði.

„Þetta er ekki glæsi­leg sýn,“ seg­ir Sig­ur­gísli í sam­tali við 200 míl­ur. Hann er land­eig­andi með rétt­indi í ánni og leig­ir hinn hluta henn­ar með mark­mið um að byggja upp villta laxa­stofn­inn. Hon­um til aðstoðar hef­ur verið Bjarni Jóns­son, fiski­fræðing­ur og Alþing­ismaður.

„Við erum að nota okk­ar eig­in stofn. Ég er ekki að fara með hrygn­urn­ar og hæng­ana í stöð til að rækta seiði og sleppa, held­ur veiði ég hrygn­urn­ar á sumr­in og geymi í tjörn­um. Svo kem­ur Bjarni og við kreist­um hrogn­in úr þeim og blönd­um við svili úr hæng­um sem ég er bú­inn að veiða. Svo setj­um við þetta í ánna þar sem þetta klekkst út, seiðin fæðast þá í eig­in vatni,“ seg­ir Sig­ur­gísli.

Sigurgíslis segir strokulaxana sem hann veiddi um helgina bera augljós …
Sig­ur­gísl­is seg­ir strokulax­ana sem hann veiddi um helg­ina bera aug­ljós merki um að vera eld­islax­ar. Sam­sett mynd

Fyrsti fyr­ir viku

Fyrsti eld­islax­inn sem veidd­ist náðist sunnu­dag­inn 3. sept­em­ber og var skilað til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar til rann­sókn­ar á upp­runa strax á mánu­degi. Sig­ur­gísli kveðst ekki hafa verið í vafa að um eld­islax var að ræða.

„Ég þekkti þenn­an lax vel, þetta var sjö kílóa lax. Það var eins og að draga þung­an vatns­poka, en þegar þú set­ur í villt­an atlants­hafslax þá er hann al­veg brjálaður, ný kom­inn í ánna stekk­ur og djöfl­ast. Þenn­an dróg ég bara og setti í háfin án þess að tak­ast nokkuð á. Hann var lú­sét­inn. Sporður­inn var all­ur rif­inn og tætt­ur, kjamm­inn öðru­vísi og hann feit­ur og ljót­ur.“

Nú kveðst Sig­ur­gísli hafa náð þrem­ur eld­islöx­um til viðbót­ar. „Þetta var það sem er búið að vara við,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann hafi mikl­ar áhyggj­ur af stöðunni.

Mest­um áhyggj­um valda þó seiði sem geta sloppið því þau bera ekki með sér eins áber­andi ein­kenni og eld­islax sem hef­ur hef­ur dvalið í sjókví. Strok seiða er skelfi­legt að mati hans þar sem slíkt ger­ir það mun erfiðara að koma í veg fyr­ir erfðablönd­un. „Við erum búin að vera með ánna í upp­bygg­ingu og það er voðal­ega vont að fá þetta inn í ánna. Ég verð að fara að byrja að taka líf­sýni úr löx­un­um til að vita að við.“

Sigurgísli segir það hafa verið eins og að draga vatnspoka …
Sig­ur­gísli seg­ir það hafa verið eins og að draga vatns­poka að ná strokulax­in­um sem hann náði 3. sept­em­ber. Sam­sett mynd

27 strokulax­ar

Föstu­dag síðastliðinn var birt til­kynn­ing þar sem farið var yfir grein­ingu upp­runa 27 laxa sem grun­ur hef­ur verið um að hafi verið strokulax­ar og voru send­ir til HAf­rann­sókna­stofn­un­ar til rann­sókna. Í öll­um til­vik­um var um strokulaxa úr kví Arctic Sea Farm í Pat­reks­firði.

„Mat­væla­stofn­un hafa borist upp­lýs­ing­ar um upp­runa­grein­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á meint­um eld­islöx­um sem veiðst hafa í Pat­reks­firði (6), Örlygs­höfn (2), Sunn­dalsá (6), Mjólká (1), Laug­ar­dalsá (1), Ísa­fjarðará (1), Selá í Ísa­fjarðar­djúpi (2), Miðfjarðará (1), Hóp­inu (1), Víðidalsá (1), Vatns­dalsá (3), Laxá í Döl­um (1) og Staðar­hólsá/​Hvolsá (1),“ sagði í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina