Tunnuskiptum lokið í Reykjavík

Búið er að setja saman rúmlega 30 þúsund nýjar flokkunartunnur …
Búið er að setja saman rúmlega 30 þúsund nýjar flokkunartunnur og dreifa þeim á heimilin í borginni Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Tunnu­skipt­um vegna nýs flokk­un­ar­kerf­is sorp­hirðu er lokið í Reykja­vík en síðustu tunn­un­um var dreift i Foss­vogi í dag.

Á vef Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að heild­ar­um­fang verks­ins hafi verið mikið en búið er setja sam­an rúm­lega 30 þúsund nýj­ar flokk­un­ar­tunn­ur og dreifa þeim á heim­il­in í borg­inni. Þar af eru um helm­ing­ur tví­skipt­ar tunn­ur.

Búið er að dreifa körf­um og bréf­pok­um til 57 þúsund heim­ila í borg­inni, sem þýðir að 4,4 millj­ón pok­ar fyr­ir líf­ræn­an eld­húsúr­gang rötuðu beint í eld­hús Reyk­vík­inga.

280 tonn af líf­ræn­um úr­gangi safnað í ág­úst

Stærsta breyt­ing­in með tunnu­skipt­un­um er söfn­un á líf­ræn­um eld­húsúr­gangi. Núna í ág­úst var safnað rúm­lega 280 tonn­um af líf­ræn­um úr­gangi en megnið af því fór áður í gráu tunn­una. Þetta þýðir lækkað kol­efn­is­spor með því að draga úr urðun. Í staðinn er búin til molta og nær­ing­in fer aft­ur inn í hringrás­ina. Einnig er búið til met­an, sem er nýtt á marg­vís­leg­an hátt, meðal ann­ars á alla fjór­tán sorp­hirðubíla Reykja­vík­ur­borg­ar.

280 tonn af líf­ræn­um úr­gangi þýðir að úr­gang­ur til urðunar í Reykja­vík hef­ur dreg­ist sam­an um 21,5% nú þegar. Þessi tala eft­ir að hækka enn frek­ar nú þegar síðasta hverfið hef­ur bæst við í nýja kerfið.

20 þúsund ílát tek­in til baka

Ekki hef­ur aðeins verið dreift nýj­um ílát­um en einnig er búið að taka hátt í 20 þúsund ílát til baka. Sum þeirra hafa verið end­ur­merkt og verða notuð und­ir plast í ein­hverj­um hverf­um. Aðrar af þess­um tunn­um hafa lokið hlut­verki sínu en elstu tunn­urn­ar eru frá því up­p­úr miðjum ní­unda ára­tug­in­um. Þær eru send­ar til Sorpu í efn­is­lega end­ur­vinnslu og verða notaðar til dæm­is í fram­leiðslu á öðrum sorptunn­um.

Hægt að breyta

Unnið hef­ur verið út frá fyr­ir­liggj­andi gögn­um til að áætla magn tunna við hvert heim­ili. Þau sem sjá fram á að þurfa fleiri ílát eða öðru­vísi skipt­ingu íláta geta not­fært sér pönt­un­ar­form á vefn­um til að sækja um breyt­ing­ar eða viðbót.

Einnig, ef það hafa orðið frá­vik í dreif­ingu, þannig að tunn­ur vant­ar, eða fjöldi á körf­um er rang­ur miðað við íbúðir vin­sam­leg­ast sendið póst á upp­lys­ing­ar@reykja­vik.is eða hafið sam­band í síma 411 1111.

Búið er að dreifa körfum og bréfpokum til 57 þúsund …
Búið er að dreifa körf­um og bréf­pok­um til 57 þúsund heim­ila í borg­inni Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg
mbl.is