410 milljónir til Hjalteyrarbarna

Barnaheimilið á Hjalteyri var rekið í Rich­ards­húsi á ár­un­um 1972 …
Barnaheimilið á Hjalteyri var rekið í Rich­ards­húsi á ár­un­um 1972 til 1979. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Gert er ráð fyrir 410 milljóna króna tímabundnu framlagi til uppgjörs á sanngirnisbótum vegna misgjörða á vistheimili fyrir börn á Hjalteyri í Arnarneshreppi í fjárlagafrumvarpi ársins 2024.

Dómsmálaráðherra lagði fram í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um sann­girn­is­bæt­ur fyr­ir mis­gjörðir á vistheim­il­inu undir lok síðasta árs. Þar seg­ir að frum­varpið ger­i kleift að taka á mál­um ein­stak­linga sem urðu fyr­ir var­an­leg­um skaða af illri meðferð eða of­beldi þegar þeir voru vistaðir sem börn á heim­il­inu á árunum frá 1972 til 1979. 

Frásagnir á rökum reistar

Fyr­ir tæpum tveimur árum skipaði ráðherra starfs­hóp vegna máls­ins en skýrsla hóps­ins og fyrri um­fjöll­un vistheim­ila­nefnd­ar styðja við þær frá­sagn­ir sem hafa komið upp um að einstaklingar sem þar voru vistaðir kunni að hafa orðið fyr­ir illri meðferð.

Nú hafa rúmar 400 milljónir verið eyrnamerktar uppgjöri á sanngirnisbótum til þessara einstaklinga.

mbl.is