Dýrfinna svarar kalli

Frá vinstri: Guðfinna Kristinsdóttir, Elín Ósk Blomsterberg, Freyja Kjartansdóttir, Anna …
Frá vinstri: Guðfinna Kristinsdóttir, Elín Ósk Blomsterberg, Freyja Kjartansdóttir, Anna Margrét Áslaugardóttir, Eygló Anna Guðlaugsdóttir og Sandra Ósk Jóhannsdóttir. Leitarhundurinn Orka er fyrir framan.

Sjálf­boðaliðar í hunda­sveit­inni Dýrfinnu brugðust skjótt við þegar til­kynnt var um bruna í hús­næði í Hafnar­f­irði 20. ág­úst sl. og hófu leit að kött­um sem eig­end­ur náðu ekki að bjarga þegar þeir flúðu heim­ili sín. „Við fund­um fljót­lega tvær kis­ur en eig­um eft­ir að finna tvær,“ seg­ir Eygló Anna Guðlaugs­dótt­ir, ráðgjafi og sjálf­boðaliði. „Við höf­um ít­rekað séð gula kött­inn og fengið ábend­ing­ar um hann á svæðinu en ekki náð hon­um. Vökt­um svæðið áfram og reyn­um okk­ar besta.“

Fyr­ir um þrem­ur árum týnd­ist lít­ill hund­ur í Hafnar­f­irði. Eygló seg­ir að nokkr­ar kon­ur hafi kynnst við leit­ina og þær hafi sam­einað krafta sína þegar leit hafi haf­ist að öðrum hundi á svipuðum tíma. „Þannig myndaðist grunn­leit­ar­hóp­ur­inn Hunda­sveit­in.“ Hún bæt­ir við að Guðfinna Krist­ins­dótt­ir, sem hafi veitt rá­gjöf og skipu­lagt leit­ir að dýr­um frá 2016, hafi rekið fyr­ir­tækið Cy­bele og unnið að þróun smá­for­rits til að auðvelda meðal ann­ars leit að týnd­um dýr­um. Hún hafi átt nafnið Dýrfinna og þau hafi sam­ein­ast und­ir því nafni.

Á heimasíðu Dýrfinnu (dyrf­inna.is) kem­ur fram að þrír hund­ar týn­ist að meðaltali á dag á höfuðborg­ar­svæðinu. „Við leit­um að týnd­um dýr­um,“ árétt­ar Eygló og tek­ur fram að allt starf sé unnið í sjálf­boðavinnu, „Ástæðan fyr­ir þessu starfi er í raun sú að við mynd­um vilja þessa hjálp ef okk­ar dýr týnd­ust.“

Pysj­ur og lund­ar

Eygló sér um að taka við síma­skila­boðum, hef­ur um­sjón með sam­fé­lags­miðlum og al­mennu ut­an­um­haldi á vís­bend­ing­um sem ber­ast Dýrfinnu við leit­ir. „Appið Dýrfinna mun gagn­ast við að leita að týnd­um dýr­um og létta leit í framtíðinni,“ seg­ir hún. „Við erum dug­leg­ar við að skipta öll­um verk­efn­um á milli okk­ar og fara út í leit­ir, sem eru mis­jafn­ar.“

Í grunn­hópn­um eru auk Guðfinnu og Eygló­ar þær Freyja Kjart­ans­dótt­ir, Anna Mar­grét Áslaug­ar­dótt­ir, Elín Ósk Blom­ster­berg, Ragn­heiður Lilja Maríu­dótt­ir, Sandra Ósk Jó­hanns­dótt­ir og Snæ­dís Þor­leifs­dótt­ir. Eygló seg­ir að þær hafi haft nóg að gera í þessi starfi. „Við höf­um til dæm­is leitað að hund­um, kött­um, páfa­gauk­um og lund­um.“ „Lund­um?“ hvá­ir blaðamaður. „Já, við höf­um þris­var, að mig minn­ir, lent í því að bjarga lund­um og pysj­um út úr höfuðborg­inni, þannig að við tök­um að okk­ur ýmis verk­efni.“

Kon­urn­ar fylgj­ast vel með aug­lýs­ing­um og til­kynn­ing­um um týnd dýr og bjóða fram aðstoð sína við leit. Eygló seg­ir verk­efn­inu vel tekið og til dæm­is hafi versl­un­in dyra­fod­ur.is gefið þeim katta­mat til að setja í búr ófundnu katt­anna í kjöl­far fyrr­nefnds bruna í Hafnar­f­irði og auðvelda þannig að finna þá og ná þeim.

Síðan Dýrfinna varð til eru fimm hund­ar sem leitað hef­ur verið að ófundn­ir. Eygló seg­ir mik­il­vægt fyr­ir eig­end­ur að dýr­in finn­ist þótt þau séu ekki leng­ur á lífi. „Það er alltaf erfitt að færa eig­end­um dýr sem eru ekki á lífi, en á sama tíma er mjög gott að koma dýr­inu heim til fjöl­skyld­unn­ar, sem þarf þá ekki að búa við óvissu um hvað hafi gerst. Að sama skapi er mjög gef­andi þegar við finn­um dýr og kom­um þeim heilu og höldnu til eig­enda.“

mbl.is