Ríkissjóði er heimilað að taka lán allt að 200 milljörðum króna eða jafngildi þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt og ráðstafa í samræmi við fjárlög, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í morgun.
Um er að ræða 40 milljörðum lægri heimild til lántöku en á fjárlögum yfirstandandi árs.
Heimilt er að endurlána Betri samgöngum ohf. 7 milljarða króna samkvæmt framlögðu fjárlagafrumvarpi en samkvæmt fjárlögunum ársins 2023 náði heimild sú til 5 milljarða króna.
Í frumvarpinu segir að stærsti hluti fjárfestingahreyfinga skýrist af fjárfestingaráætlun Betri samgangna en óvissa sé um hve mikið umfangið verði á næsta ári þar sem viðræður um endurskoðun samgöngusáttmálans standa yfir milli ríkis og sveitarfélaga
Landsvirkjun getur nýtt heimildir sínar til lántöku samkvæmt sérlögum sem nemur allt að 20 milljörðum króna samkvæmt frumvarpinu en heimild fyrirtækisins nam 40 milljörðum á fjárlögum yfirstandandi árs.
Heimil er lántaka allt að 70 milljörðum króna til fjármögnunar á eigin fé Seðlabanka Íslands samkvæmt frumvarpi því sem nú er lagt fram en til 64 milljarða á fjárlögum ársins í ár.
Allar fjárhæðir eru á nafnverði.
Aðrir heimildir til lántöku og endurlána haldast óbreyttar: