Krefjandi þingvetur hefst

„Fram undan er krefjandi þingvetur,“ segir Hildur Sverrisdóttir.
„Fram undan er krefjandi þingvetur,“ segir Hildur Sverrisdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

Alþingi kem­ur sam­an á ný í dag eft­ir sum­ar­leyfi. Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, ný­kjör­inn formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks eft­ir að Óli Björn Kára­son baðst und­an áfram­hald­andi for­mennsku í gær, kveðst í sam­tali við Morg­un­blaðið horfa fram á krefj­andi vet­ur á Alþingi.

„Það er mik­ill heiður að taka að sér svona þunga­vigt­ar­hlut­verk hérna á þing­inu,“ seg­ir hún um þetta nýja hlut­skipti sitt.

„Fram und­an er krefj­andi þing­vet­ur og fyrsta mál á dag­skrá er fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar þar sem áhersla er lögð á að tempra út­gjalda­vöxt á verðbólgu­tím­um. Svo eru önn­ur mál sem þarf að leggj­ast vel yfir með sam­tali við aðra flokka.“

Fund­ur­inn góður

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins kom sam­an til fund­ar í sum­ar í kjöl­far þess að þunga­vigt­ar­menn í flokkn­um gagn­rýndu stöðu flokks­ins og rík­is­stjórn­ar­sam­starfið. Hild­ur seg­ir þann fund hafa reynst góðan.

„Við átt­um góðan vinnufund í síðasta mánuði þar sem við vor­um ein­læg í því hvernig við lít­um á þetta sam­starf og við erum ein­huga í því að klára það verk­efni sem við tók­um að okk­ur. Það skipt­ir máli að okk­ar sýn sé þarna við borðið fyr­ir fólkið í land­inu.“

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina