Persónuafsláttur mun hækka um fimm þúsund krónur á mánuði um áramótin og skattleysismörk munu hækka um rúmlega 16 þúsund krónur.
Þannig munu einstaklingar með 500 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiða rúmlega 7 þúsund krónum minna í skatt í janúar 2024 en hann gerði í desember 2023.
Áætlað er að tekjuskattur einstaklinga nemi 277 milljörðum á næsta ári.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra sem kynnt var í dag.
Áætlað er að þrepamörk hækki um 8,5 prósent árið 2024 þar sem þjóðhagsspá geri ráð fyrir 7,4 prósenta verðbólgu í lok árs. Var það innleitt á síðasta ári að þrepamörk hækki sem nemur verðbólgustigi við lok hvers ár að viðbættu prósents framleiðniviðmiði.
Seinna skrefið í nýju barnabótakerfi tekur gildi í ársbyrjun en breytingarnar sem innleiddar hafa verið síðustu tvö ár hafa tryggt 3 þúsund fleiri fjölskyldum barnabætur.