Strandveiðisjómenn létu sig ekki vanta á Austurvöll við þingsetningu í dag. Hafa þeri undanfarið lýst mikilli óánægju með hve litlum veiðiheimildum strandveiðum sé skammtað.
Strandveiðar voru stöðvaðar 12. júlí síðastliðinn og 21. júlí á síðasta ári eftir að veiðiheimildir sem veiðunum hefur verið ráðstafað kláruðust. Var ákvörðun um stöðvun veiða í sumar mótmælt harðlega af strandveiðisjómönnum.
Gert er ráð fyrir að strandveiðum verði veitt 11 þúsund þorskígildistonn á næsta ári líkt og síðustu ár, en strandveiðisjómenn telja þetta magn duga skammt til að tryggja strandveiðibátum 12 veiðidaga í maí, júní, júlí og ágúst eins og gert er ráð fyrir í lögum.
Vert er að geta þess að aflaheimildum sem strandveiðum er skammtað hefur aldrei verið stærra hlutfall af heildarveiði íslenska fiskiskipaflotans í þeim tegundum sem heimildum sem veiðarnar ná til. Hefur samráttur í þorkkvóta erið hátt í fimmtung á undanförnum fjórum árum.