Strandveiðisjómenn mótmæltu

Setning Alþingis september 2023 - Mótmælendur.
Setning Alþingis september 2023 - Mótmælendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Strand­veiðisjó­menn létu sig ekki vanta á Aust­ur­völl við þing­setn­ingu í dag. Hafa þeri und­an­farið lýst mik­illi óánægju með hve litl­um veiðiheim­ild­um strand­veiðum sé skammtað.

Strand­veiðar voru stöðvaðar 12. júlí síðastliðinn og 21. júlí á síðasta ári eft­ir að veiðiheim­ild­ir sem veiðunum hef­ur verið ráðstafað kláruðust. Var ákvörðun um stöðvun veiða í sum­ar mót­mælt harðlega af strand­veiðisjó­mönn­um.

Gert er ráð fyr­ir að strand­veiðum verði veitt 11 þúsund þorskí­gildist­onn á næsta ári líkt og síðustu ár, en strand­veiðisjó­menn telja þetta magn duga skammt til að tryggja strand­veiðibát­um 12 veiðidaga í maí, júní, júlí og ág­úst eins og gert er ráð fyr­ir í lög­um.

Vert er að geta þess að afla­heim­ild­um sem strand­veiðum er skammtað hef­ur aldrei verið stærra hlut­fall af heild­ar­veiði ís­lenska fiski­skipa­flot­ans í þeim teg­und­um sem heim­ild­um sem veiðarn­ar ná til. Hef­ur sam­rátt­ur í þorkkvóta erið hátt í fimmt­ung á und­an­förn­um fjór­um árum.

mbl.is