Einingar enn merktar Útgerðarfélagi Akureyringa

Landvinnsla Samherja á Akureyri mun áfram vera merkt ÚA.
Landvinnsla Samherja á Akureyri mun áfram vera merkt ÚA. Ljósmynd/Samherji

Þær ein­ing­ar sem hafa verið rekn­ar und­ir merkj­um Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga (ÚA) munu áfram bera nafn fé­lags­ins þrátt fyr­ir að fé­lagið hætti að vera til. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu á vef Sam­herja.

Fram kom í um­fjöll­un 200 mílna í dag að í Lög­birt­ing­ar­blaðinu hafi verið til­kynnt um að hluta­fé­laga­skrá hafi borist samruna­áætl­un er snýr að yf­ir­töku Sam­herja á ÚA. Vegna þessa verður ekk­ert fé­lag rekið á eig­in kenni­tölu með heitið ÚA.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að ákvörðun um að sam­eina dótt­ur­fé­lög Sam­herja hf., ÚA og Sam­herji Ísland ehf., á eina kenni­tölu hafi verið tek­in til að ein­falda rekst­ur í veiðum og vinnslu og ná fram hagræðingu.

„Útgerðarfé­lag Ak­ur­eyr­inga verður að sjálf­sögðu áfram til, þótt fé­lagið sam­ein­ist syst­ur­fé­lag­inu Sam­herja Íslandi ehf. Land­vinnsl­an á Ak­ur­eyri mun áfram heita land­vinnsla Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga. Skip­in, Kald­bak­ur og Harðbak­ur verða áfram skip Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga. Eft­ir sam­ein­ingu dótt­ur­fé­lag­anna verður marg­vís­leg um­sýsla ein­fald­ari og skil­virk­ari, sem er eins og fyrr seg­ir helsta ástæða þess­ara breyt­inga,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is